Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Gauti: Lít á þetta sem skref upp á við
Lengjudeildin
Samdi við Grindavík í vetur.
Samdi við Grindavík í vetur.
Mynd: Grindavík
Var í tvö ár hjá ÍR.
Var í tvö ár hjá ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndaði öflugt miðvarðapar með Marc McAusland.
Myndaði öflugt miðvarðapar með Marc McAusland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti Úlfarsson ákvað í vetur að söðla um og skrifa undir hjá Grindavík eftir tvö tímabil hjá ÍR. Hann er uppalinn hjá FH, varð Íslandsmeistari með 2. flokki félagsins 2020 og hóf meistaraflokksferilinn hjá ÍH sumarið 2021. Hann lék svo með Þrótti Vogum sumarið 2022 áður en hann hélt í Breiðholtið.

Arnór Gauti er varnarmaður sem fæddur er árið 2003 og lék á sínum tíma átta leiki fyrir unglingalandsliðin. Hjá ÍR hjálpaði hann ÍR að komast upp úr 2. deild sumarið 2023 og átti gott tímabil í fyrra þegar ÍR endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar. Hann var þrisvar sinnum valinn í lið umferðarinnar og einu sinni leikmaður umferðarinnar. Fótbolti.net ræddi við kappann um félagaskiptin.

„Það er bara mjög góð tilfinning að vera orðinn leikmaður Grindavíkur og fyrstu vikurnar hafa verið mjög fínar," segir Arnór Gauti.

„Grindvíkingar höfðu samband við mig og seldu mér verkefnið. Mér leist mjög vel á Halla sem þjálfara þegar ég talaði við hann."

Arnór Gauti segir að skemmtilegur hópur og ungur og góður kjarni Grindavíkurliðsins hefði heillað sig mest.

Nálægt því að komast í úrslitaleikinn
Hvernig horir þú til baka á tímabilið með ÍR?

„Þetta var frábær hópur og frábært lið, tvö tímabil þar sem árangurinn var góður; fyrst að koma liðinu aftur upp í fyrstu deild og svo að halda því þar þegar flestir spáðu okkur falli. Ekki nóg með að liðið hélt sér uppi heldur vorum við nálægt því að fara á Laugardalsvöll í úrslitaleik umspilsins."

„Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til baka er þegar við náðum að jafna á móti Keflavík í seinni umspilsleiknum."
ÍR var þremur mörkum undir eftir fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspilsins en náði að jafna einvígið í seinni leiknum. Keflavík náði svo að komast aftur yfir og fór í úrslitaleikinn.

Var möguleiki að vera áfram hjá ÍR?

„Það var auðvitað í myndinni að vera áfram en svo kom í ljós að hópurinn væri að fara breytast mikið, Árni fór og á sama tíma hafði Grindavík komið inn í myndina. Mér leist vel á verkefnið þar og ákvað að þetta væri fínn tími til að prófa eitthvað nýtt."

Fyrsta markmið að enda í topp fimm
Hvað langar þig að afreka með Grindavík?

„Fyrsta markmið er að ná umspilssæti sem ég hef fulla trú á að við munum ná."

Lítur Arnór Gauti á Grindavík sem skref upp á við frá ÍR?

„já, ég lít á þetta sem skref upp á við."

Voru fleiri félög sem höfðu samband?

„Já, það var einhver áhugi og einhverjar þreifingar, en mér leist best á verkefnið sem var fyrir höndum í Grindavík."

Gæðin sjást inn á milli
Hvernig skilgreinir þú þig sem leikmann og hver er þín besta staða?

„Ég myndi lýsa mér sem nútímamiðverði sem getur leyst allar varnarstöðurnar. Ég er tiltölulega hraður, sterkur og les leikinn og svo inn á milli leka gæðin af mér, það er ekki þannig alltaf en þau koma inn á milli," segir Arnór Gauti á léttu nótunum.
Athugasemdir
banner
banner