Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 19:13
Brynjar Ingi Erluson
Arnór Gauti í Grindavík (Staðfest)
Mynd: Grindavík
Varnarmaðurinn Arnór Gauti Úlfarsson er genginn í raðir Grindavík frá ÍR. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grindvíkingum í dag.

Arnór er 21 árs gamall og uppalinn í FH en spilaði með ÍR síðustu tvö tímabil.

Hann hóf meistaraflokksferil sinn árið 2021 er hann tók slaginn með ÍH í 3. deildinni. Árið á eftir fór hann í Þrótt V. þar sem hann lék 20 leiki í Lengjudeildinni og skoraði 1 mark.

Arnór var í liði ÍR sem komst upp úr 2. deild á síðasta ári og hjálpaði þá liðinu að komast í úrslitakeppni Lengjudeildarinnar á nýafstaðinni leiktíð.

Grindavík hefur nú klófest þennan efnilega varnarmann en Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, er í skýjunum með að hafa landað honum.

„Ég er mjög ánægður með að fá Arnór Gauta til liðs við okkur. Þetta er mjög kröftugur varnarmaður með frábært viðmót og metnað. Hann er mjög snöggur og stóð sig mjög vel á síðasta tímabili. Ég hlakka til að vinna með Arnóri Gauta á komandi tímabili,“ sagði Haraldur Árni um Arnór.

Grindavík hafnaði í 9. sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner