Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 16:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðið kemur fyrst saman á Spáni og fer svo til Kósovó
Icelandair
Landsliðið æfði í Murcia í nóvember síðastliðnum.
Landsliðið æfði í Murcia í nóvember síðastliðnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið mætir Kósovó í tveimur umspilsleikjum í næstu mánuði. Sigurvegari viðureignarinnar verður í B-deild næst þegar Þjóðadeildin verður spiluð. Tapliðið verður í C-deildinni.

Heimaleikur Íslands fer fram í Murcia á Spáni þar sem framkvæmdir standa yfir á Laugardalsvelli og því ekki hægt að spila á Íslandi. Útileikurinn, fyrri leikur umspilsins, fer fram í Pristina í Kósovó.

„Við ætlum að vera í Spáni í undirbúningnum og förum svo þaðan til Pristina. Eftir leikinn í Kósovó förum við svo aftur til Spánar þar sem heimaleikur okkar fer fram. Við þekkjum vel til þarna á Spáni, vitum að aðstaðan er góð og fáum þar frið þar til undirbúa liðið. Við mátum það þannig að við myndum fá meira út úr því að hittast fyrst á Spáni, þekkjum allar aðstæður og höfum verið þarna áður," segir Jörundur Áki Sveinsson sem er yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ.

Leikurinn í Kósovó fer fram fimmtudaginn 20. mars. Í aðdraganda leiksins ætlar íslenska liðið að undirbúa sig í Murcia. Það er það sama og liðið gerði í aðdraganda leiksins gegn Svartfjallalandi í nóvember síðastliðnum.

Miðasala fyrir leikinn á Stadium Enrique Roca, heimaleik Íslands í umspili, er farin af stað. Sá leikur fer fram sunnudaginn 23. mars.

Óvíst hver kemur inn fyrir Sölva
Það er áfram óvíst hver tekur við hlutverki Sölva Geirs Ottesen í þjálfarateymi karlalandsliðsins. Sölvi var sérfræðingur teymisins þegar kom að föstum leikatriðum en hann var ráðinn aðalþjálfari Víkings þegar Arnar Gunnlaugsson var ráðinn þjálfari landsliðsins í síðasta mánuði.

„Arnar og Davíð Snorri eru að skoða þau mál, það skýrist á næstunni hvað þeir vilja gera. Þeir funduðu í dag og þetta var eitt af því sem var rætt," segir Jörundur.
Athugasemdir
banner
banner