Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. mars 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Van Aanholt varð fyrir fordómum
Patrick van Aanholt
Patrick van Aanholt
Mynd: Getty Images
Patrick van Aanholt, vinstri bakvörður Crystal Palace, varð fyrir kynþáttafordómum á Instagram eftir markalausa jafnteflið gegn Manchester United í gær.

Van Aanholt birti skjáskot af skilaboðum sem hann fékk og skrifaði við þau: „Ástæðan fyrir því að við förum niður á hné"

Van Aanhot vísaði þar í að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fara niður á hné fyrir leik til að vekja athygli á baráttunni gegn kynþáttafordómum.

Kynþáttafordómar á samfélagsmiðlum eru vaxandi vandamál á Englandi en í febrúar lentu Antonio Rudiger og Reece James, leikmenn Chelsea, í slíkum fordómum sem og Axel Tuanzebe hjá Manchester United og Lauren James í kvennaliði Manchester United.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner