Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 04. mars 2023 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Monza vann - Atalanta gerði jafntefli
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Tveir fyrstu leikir dagsins í efstu deild ítalska boltans fóru báðir fram á Mílanó-svæðinu þar sem Monza og Atalanta áttu heimaleiki.


Nýliðar Monza hafa verið að gera fína hluti í efstu deild og báru þeir sigur úr býtum gegn Empoli í fyrri leik dagsins þar sem Patrick Ciurria skoraði eina mark fyrri hálfleiksins.

Empoli jafnaði í upphafi síðari hálfleiks og tók öll völd á vellinum en heimamönnum í Monza tókst að hanga á jafnteflinu og stela svo sigrinum með skallamarki eftir hornspyrnu. Empoli sótti án afláts en varnarleikur Monza hélt gríðarlega vel og stóð Michele Di Gregorio sig vel á milli stanganna þegar hans var þarfnast.

Lokatölur urðu 2-1 og eru bæði lið um miðja deild. Monza er með 32 stig eftir 25 umferðir, fjórum stigum fyrir ofan Empoli sem siglir einnig lygnan sjó - heilum ellefu stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Atalanta og Udinese gerðu þá markalaust jafntefli í Bergamó þrátt fyrir yfirburði heimamanna. Marco Silvestri átti nokkrar góðar markvörslur til að bjarga gestunum frá Údíne.

Atalanta er í sjötta sæti eftir jafnteflið - fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. Udinese er um miðja deild, tíu stigum eftir Atalanta.

Monza 2 - 1 Empoli
1-0 Patrick Ciurria ('19)
1-1 Martin Satriano ('51)
2-1 Armando Izzo ('67)

Atalanta 0 - 0 Udinese


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
18 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
19 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner