De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 10:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Al Hilal horfir til Liverpool sem vill fá Rodrygo og Frimpong
Powerade
Luis Díaz er orðaður við Al Hilal.
Luis Díaz er orðaður við Al Hilal.
Mynd: EPA
Hvert fer De Bruyne?
Hvert fer De Bruyne?
Mynd: EPA
Krækir Aston Villa í Harvey Barnes?
Krækir Aston Villa í Harvey Barnes?
Mynd: EPA
Napoli vill Kevin De Bruyne og fylgist með Jack Grealish, Marcus Rashford langar til Barcelona. Þetta og miklu fleira í slúðurpakka dagsins sem tekinn er saman af BBC og er í boði Powerade.



Napoli vill fá Kevin De Bruyne (33) á frjálsri sölu þegar samningur hans við Man City rennur út í sumar. (Times)

De Bruyne vill vera áfram í Evrópu, og Aston Villa er sagt á meðal félaga sem fylgjast með. (i paper)

Napoli fylgist með stöðu Jack Grealish (29) hjá City. (Sun)

Florian Wirtz (22) er áfram á óskalista Man City sem sagður er hallast að Bayern Munchen en hefur sjálfur ekkert gefið út. (Mail áskrift)

Marcus Rashford (27) horfir til Barcelona sem möguleika í sumar. Hann er lánsmaður hjá Aston Villa frá Man Utd. (Mundo Deportivo)

Jeremie Frimpong (24) er með riftunarákvæði í samningi sínum. Ef félag býður 30 milljónir punda í hann getur hann farið og Liverpool er sagt hafa áhuga. (Talksport)

Liverpool, Arsenal og Man City hafa öll áhuga á því að fá Rodrygo (24) frá Real Madrid. (TBRfootball)

Crystal Palace hefur trú á því að félagið geti fengið Joe Willock (25) frá Newcastle. (Chronicle Live)

Borussia Dortmund er að reyna fá Jobe Bellingham (19) frá Sunderland. Man Utd er líka að fylgjast með. (Talksport)

Aston Villa vill ekki missa Morgan Rogers (22) sem er á óskalista Chelsea. Rogers er sagður opinn fyrir því að skoða alla möguleika. (Teamtalk)

Al Hila hefur áhuga á Darwin Nunez (25) og Luis Diaz (28) hjá Liverpool. (Caught Offside)

Chelsea vill fá Emanuel Emegha (22) framherja Strasbourg. Newcastle hefur líka áhuga. (Foot Mercato)

West Ham og Wolves eru á meða félaga sem horfa á Morten Frendrup (24) varnarsinnaðan miðjumann Genoa. (Football Transfers)

Man City vill fá Wesley (21) hægri bakvörð Flamengo. (Gianlucadimarzio)

Sandro Tonali (25), miðjumaður Newcastle, er aðalskotmark Juventus í sumar. (Gazzetta)

Aston Villa er á meðal félaga í úrvalsdeildinni sem horfir til Harvey Barnes (27) vængmanns Newcastle. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner