De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Vilja að félög leyfi myndavélar í klefunum
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin hefur beðið félög um að gefa sjónvarprétthöfum leyfi til að mynda inn í búningsklefum og leyfa leikmönnum að veita viðtöl í miðjum leikjum frá og með næsta tímabili.

Sky Sports og TNT Sports sem deila sjónvarpsréttinum vilja fá meira aðgengi fyrir þann pening sem þau borga fyrir útsendingaréttinn.

Samkvæmt Guardian eru skiptar skoðanir á þessari beiðni og sumir stjórar telji að klefinn sé heilagt svæði. Þá vilja stærstu félögin halda klefamyndunum fyrir eigin sjónvarpsstöðvar.

Nú þegar er skylda fyrir Englandsmeistarana að hleypa sjónvarpsvélum inn eftir að þeir vinna titilinn.

Meðal breytinga sem þegar er staðfest fyrir sjónvarpsútsendingar næsta tímabils er að myndatökumaður fær að fara inn á völlinn til að ná betri myndum af því þegar mörkum er fagnað.
Athugasemdir
banner