„Þetta var pínu kaflaskiptur leikur af okkar hálfu, mér fannst fyrri hálfleikur af stóra hluta mjög góður. En svo komum við hálf rangir og öfugir út í seinni hálfleik,'' sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 4-1 sigur gegn ÍBV í 6. umferð.
Lestu um leikinn: KR 4 - 1 ÍBV
Alexander varð yngsti leikmaður og yngsti markaskorari eftir leikinn í dag.
„Hann tók markið vel en þegar menn eru komnir í byrjunarlið í meistaraflokki þá eru þeir dæmdir sem meistaraflokks menn. Það var hellingur af hlutum varðandi staðsetningar og svona sem hann gat gert betur. Ágætis leikur hjá honum, hann er mjög efnilegur leikmaður. Gaman fyrir hann að skora og gaman fyrir stuðningsmenn og félagið að svona ungir leikmenn eins og hann og Siggi Breki séu að gera sig gildandi í liðinu.''
Óskar missir bæði Luke og Júlíus vegna meiðsli í fyrri hálfleik.
„Það var vont. Ekki bara eru þeir mjög mikilvægir heldur er það erfitt að vera skipta tvemum leikmönnum útaf í fyrri hálfleik. Takturinn hverfur og þú ert að spila á bassann og svo bara slitna tveir strengir og þú þarft að setja strengina aftur í, það tekur bara aftur tíma að ná aftur taktinum með hljómsveitinni,''
„Ég held að Júlli verður bara að jafna sig, hann fékk högg í lærið á móti Breiðablik og við vorum að vonast eftir að hann væri klár. Varðandi Luke þá meiðist hann aftan í læri, guð má vita hvaða tímarammi er á því, það verður bara að koma í ljós á næstum dögum.''
Eiður hefur skorað í fimm leikjum í röð og skoraði tvö í dag.
„Hann er búinn að leggja mikið á sig og bara dásamlegt að sjá að hann sé að uppskera eins og hann sáir, að hann fái mörk fyrir alla vinnuna sem hann er að leggja á sig. Hann er gríðarlega mikilvægur og ég er mjög ánægður að hafa hann.''
Ástbjörn kom inn á eftir meiðsli Luke og bæði skoraði og lagði upp.
„Hann verður mjög glaður með þetta mark. Það er ekki oft sem hann skorar. Hann er búinn að vera meiddur mjög lengi og er að vinna sig hægt og rólega í topp form, en auðvitað er það þannig að mörk og gott ef ekki stoðsending líka eru nærandi,'' sagði Óskar í lokinn.