Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   lau 10. maí 2025 23:05
Brynjar Óli Ágústsson
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Alexander er mjög efnilegur leikmaður
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Gauti er funheitur og Óskar er eðlilega kátur með það.
Eiður Gauti er funheitur og Óskar er eðlilega kátur með það.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var pínu kaflaskiptur leikur af okkar hálfu, mér fannst fyrri hálfleikur af stóra hluta mjög góður. En svo komum við hálf rangir og öfugir út í seinni hálfleik,'' sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 4-1 sigur gegn ÍBV í 6. umferð.


Lestu um leikinn: KR 4 -  1 ÍBV

Alexander varð yngsti leikmaður og yngsti markaskorari eftir leikinn í dag.

„Hann tók markið vel en þegar menn eru komnir í byrjunarlið í meistaraflokki þá eru þeir dæmdir sem meistaraflokks menn. Það var hellingur af hlutum varðandi staðsetningar og svona sem hann gat gert betur. Ágætis leikur hjá honum, hann er mjög efnilegur leikmaður. Gaman fyrir hann að skora og gaman fyrir stuðningsmenn og félagið að svona ungir leikmenn eins og hann og Siggi Breki séu að gera sig gildandi í liðinu.''

Óskar missir bæði Luke og Júlíus vegna meiðsli í fyrri hálfleik.

„Það var vont. Ekki bara eru þeir mjög mikilvægir heldur er það erfitt að vera skipta tvemum leikmönnum útaf í fyrri hálfleik. Takturinn hverfur og þú ert að spila á bassann og svo bara slitna tveir strengir og þú þarft að setja strengina aftur í, það tekur bara aftur tíma að ná aftur taktinum með hljómsveitinni,''

„Ég held að Júlli verður bara að jafna sig, hann fékk högg í lærið á móti Breiðablik og við vorum að vonast eftir að hann væri klár. Varðandi Luke þá meiðist hann aftan í læri, guð má vita hvaða tímarammi er á því, það verður bara að koma í ljós á næstum dögum.''

Eiður hefur skorað í fimm leikjum í röð og skoraði tvö í dag.

„Hann er búinn að leggja mikið á sig og bara dásamlegt að sjá að hann sé að uppskera eins og hann sáir, að hann fái mörk fyrir alla vinnuna sem hann er að leggja á sig. Hann er gríðarlega mikilvægur og ég er mjög ánægður að hafa hann.''

Ástbjörn kom inn á eftir meiðsli Luke og bæði skoraði og lagði upp.

„Hann verður mjög glaður með þetta mark. Það er ekki oft sem hann skorar. Hann er búinn að vera meiddur mjög lengi og er að vinna sig hægt og rólega í topp form, en auðvitað er það þannig að mörk og gott ef ekki stoðsending líka eru nærandi,'' sagði Óskar í lokinn.


Athugasemdir
banner
banner