De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 10. maí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Meistaradeildareinvígi í Róm og fallslagur í Empólí
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þriðja síðasta umferð ítalska deildartímabilsins heldur áfram í dag og eru afar spennandi leikir á dagskrá, en veislan hefst í ítalska bænum Como sem hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir fallegt stöðuvatn sem laðar mikla aðsókn frá frægu fólki.

Como siglir lygnan sjó eftir frábæran árangur undir stjórn Cesc Fábregas og tekur á móti Cagliari í dag, sem gæti nægt jafntefli til að innsigla sæti sitt í deildinni.

Lazio og Juventus eigast svo við í gríðarlega spennandi Meistaradeildarslag, þar sem liðin eru jöfn á stigum í 3.-5. sæti deildarinnar, ásamt Roma.

Það verður því gríðarlega mikið undir þegar liðin mætast í Róm og má búast við spennandi viðureign.

Empoli tekur að lokum á móti Parma í kvöldleiknum. Liðin mætast í fallbaráttuslag, þar sem Parma getur tryggt sæti sitt í deildinni með sigri á meðan Empoli þarf á sigri að halda. Heimamenn sitja í fallsæti sem stendur, tveimur stigum frá öruggu sæti. Íslendingalið Venezia og Lecce eru næstu lið fyrir ofan í fallbaráttunni grimmu.

Leikir dagsins
13:00 Como - Cagliari
16:00 Lazio - Juventus
18:45 Empoli - Parma
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner