Hákon Arnar Haraldsson var á sínum stað í byrjunarliði Lille þegar liðið tapaði dýrmætum stigum í Meistaradeildarbaráttunni í frönsku deildinni.
Liðið tapaði 2-0 gegn Brest en Hákon spilaði rúman klukkutíma. Lille er í 5. sæti með 57 stig eftir 33 umferðir. Liðið er með jafn mörg stig og Nice sem er í 4. sæti og tapaði gegn Rennes í kvöld.
Liðið tapaði 2-0 gegn Brest en Hákon spilaði rúman klukkutíma. Lille er í 5. sæti með 57 stig eftir 33 umferðir. Liðið er með jafn mörg stig og Nice sem er í 4. sæti og tapaði gegn Rennes í kvöld.
Kristian Nökkvi Hlynsson átti frábæran leik þegar Sparta Rotterdam vann Almere City 3-0 í hollensku deildinni. Hann lagði upp fyrsta markið og skoraði það þriðja undir lok leiksins. Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á sem varamaður í uppbótatíma.
Sparta er í 11. sæti með 38 stig eftir 32 umferðir. Liðið er aðeins tveimur stigum frá Evrópusæti.
Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Volos sem vann Panetolikos 3-0 í grísku deildinni. Volos er í 12. sæti með 36 stig eftir 33 umferðir. Liðið er sjö stigum frá fallsæti þegar níu stig eru eftir í pottinum.
Kristófer Jónsson spilaði allan leikinn þegar Triestina gerði markalaust jafntefli geegn Caldiero Terme í fyrri leik liðanna í fallumspili í ítölsku C-deildinni. Óttar Magnús Karlsson spilaði síðasta hálftímann þegar Spal tapaði 1-0 gegn U23 liði AC Milan.
Athugasemdir