Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 15:53
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Arnór Borg skoraði í fyrsta leik og Vestri aftur á toppinn
Arnór Borg kom inn af bekknum og setti mark í fyrsta leik sínum fyrir félagið
Arnór Borg kom inn af bekknum og setti mark í fyrsta leik sínum fyrir félagið
Mynd: Vestri
Vestri 2 - 0 Afturelding
1-0 Diego Montiel ('7 , víti)
2-0 Arnór Borg Guðjohnsen ('73 )
Lestu um leikinn

Frábært gengi Vestra í Bestu deildinni heldur áfram en liðið vann góðan 2-0 sigur á Aftureldingu í 6. umferð deildarinnar á Kerecis-vellinum á Ísafirði í dag.

Vestri hafði sótt tíu stig úr fyrstu fimm leikjunum og bætti þremur ofan á það í dag.

Heimamenn fengu draumabyrjun er Axel Óskar Andrésson sparkaði Morten Ohlsen Hansen niður í teignum á 5. mínútu. Diego Montiel var sendur á punktinn og var hann öryggið uppmálað. Hann skaut föstu skoti í vinstra hornið. Jökull Andrésson valdi rétt horn en var ekki nálægt því að verja.

Afturelding var meira með boltann eftir markið án þess að skapa mikla hættu.

Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Vestra en áfram héldu gestirnir að sækja í þeim síðari.

Þeir voru að reyna finna opnanir og voru farnir að nálgast jöfnunarmark þegar það kom annað mark óvænt í andlitið á þeim.

Það gerði varamaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen í sínum fyrsta leik með Vestra síðan hann kom á láni frá FH. Morten fékk boltann inn á teiginn, lagði hann til hliðar á Arnór sem skoraði örugglega og Vestri komið í tveggja marka forystu.

Á lokamínútunum voru gestirnir nálægt því að minnka muninn í tvígang er Elmar Kári Enesson Cogic fékk boltann í miðjum teignum, en setti skot sitt í magann á Morten. Hrannar Snær Magnússon fékk annað færi í uppbótartíma en setti boltann í bakið á Gustav Kjeldsen.

Vestri hélt út og fagnaði fjórða sigri sínum á tímabilinu og er nú með 13 stig á toppnum en Afturelding í 6. sæti með 7 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Vestri 6 4 1 1 8 - 2 +6 13
2.    Víkingur R. 5 3 1 1 10 - 4 +6 10
3.    Breiðablik 5 3 1 1 10 - 8 +2 10
4.    KR 5 1 4 0 15 - 10 +5 7
5.    ÍBV 5 2 1 2 6 - 7 -1 7
6.    Afturelding 6 2 1 3 4 - 7 -3 7
7.    Fram 5 2 0 3 10 - 9 +1 6
8.    Valur 5 1 3 1 8 - 9 -1 6
9.    Stjarnan 5 2 0 3 7 - 10 -3 6
10.    ÍA 5 2 0 3 5 - 9 -4 6
11.    FH 5 1 1 3 8 - 8 0 4
12.    KA 5 1 1 3 6 - 14 -8 4
Athugasemdir
banner
banner