De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 13:23
Elvar Geir Magnússon
Haaland klár í að mæta Dýrlingunum
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, greindi frá því á fréttamannafundi í dag að norski sóknarmaðurinn Erling Haaland sé klár í að mæta Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

„Hann er búinn að jafna sig og er klár. Við ákváðum á morgun hvort hann muni byrja," sagði Guardiola um Haaland.

Miðjumaðurinn Rodri er ekki orðinn klár. Oscar Bobb og Nathan Ake eru komnir aftur til æfinga en eru ekki leikfærir.

Manchester City er í baráttu um að tryggja Meistaradeildarsæti og leikurinn á morgun er liðinu mikilvægur. Southampton er þegar fallið.

„Þetta er klárlega mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Það eru þrír leikir eftir og við berum virðingu fyrir Southampton," segir Guardiola.

City er í þriðja sæti þegar það eru þrjár umferðir eftir en fimm efstu liðin munu komast í Meistaradeildina.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner