De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 17:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Láki um samantekt Alberts: Verðum að hafa húmor fyrir þessu
Albert Brynjar.
Albert Brynjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mögulega var boltinn eitthvað skrítinn.
Mögulega var boltinn eitthvað skrítinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason birti áhugaverðar klippur úr leik ÍBV og Vestra í Stúkunni á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið. Albert, sem er sérfræðingur í þættinum, hafði tekið saman fjögur lélegustu föstu leikatriðin hjá heimamönnum í leiknum sem hafið farið fram daginn áður.

Um var að ræða hornspyrnur og aukaspyrnur sem skiluðu engu og höfðu menn í settinu gaman af eins og sjá má í spilaranum hér neðst.

Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, ræddi við Fótbolta.net og var hann spurður út í föstu leikatriðin.

„Ég er með bæði markmannsþjálfarann og aðstoðarmanninn, Óskar Zoega, sem sjá um uppsettu atriðin. Í heildina hafa þau gengið vel, en svo verðum við líka bara hafa húmor fyrir þessu. Þetta var bara einn af þessum dögum þar sem við fengum mikið af uppettum atriðum og nokkur af þeim voru ekki til útflutnings," sagði Láki og hló.

„Númer eitt er að við þurfum að bæta þetta, en svo þarf maður líka að hafa húmor fyrir hlutunum þegar þeir fara svona. Það voru 1-2 hornspyrnur sem voru ansi skondnar," sagði Láki. Næsti leikur ÍBV verður gegn KR á útivelli á morgun og verður fróðlegt að fylgjast með föstum leikatriðum hjá gestunum, hvort þau hafi eitthvað skánað milli leikja.


Innkastið - Markaregn og málaliðar
Athugasemdir
banner
banner
banner