Stjarnan komst aftur á sigurbraut þegar liðið lagði Fram í Bestu deildinni í kvöld. Liðið hafði tapaði þremur leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 0 Fram
„Fyrst og fremst hugarfar sem hefur vantað upp á. Það hefur verið ansi þungt í síðustu leikjum en við höfum átt góða viku og farið vel yfir það," sagði Jökull.
„Liðið á hrós skilið. Vondir tapleikir síðustu tveir en það var enginn sem fór og henti kuðung í sturtubotninn eða neitt svoleiðis. Menn stigu bara upp, ræddu málin og gerðu betur."
Jökull hefur ekki fundið fyrir neinni pressu eftir taphrinuna.
„Það er enginn pressa, það er ekki til. Við pælum bara í því sem við þurfum að gera. Það er margt sem við getum gert betur eftir þennan leik og við munum gera það fyrir leikinn gegn Kára," sagði Jökull.
Athugasemdir