Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   lau 10. maí 2025 22:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Lagði upp þrjú og var líkt við Trent
Birkir öflugur í dag.
Birkir öflugur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Trent Alexander-Arnold hefur komið að ófáum mörkum hjá Liverpool.
Trent Alexander-Arnold hefur komið að ófáum mörkum hjá Liverpool.
Mynd: EPA
„Það er sterkt að skora loksins mörg mörk, sóknarleikurinn var góður og varnarleikurinn sömuleiðis," sagði Birkir Heimisson, leikmaður Vals, við Fótbolta.net eftir stórsigur gegn ÍA á Hlíðarenda í dag.

Valur leiddi með einu marki í leikhléi en Valur skoraði tvö mörk strax í blábyrjun seinni hálfleiks og gekk frá leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

„Við komum inn í hálfleikinn og Túfa skerpti á því að koma almennilega út í seinni hálfleikinn. Við bara hlustuðum."

„Þetta var gott svar við síðasta leik, þetta var það sem við þurftum að gera og nú þurfum við bara að halda áfram,"
sagði Birkir en Valur tapaði illa gegn FH síðasta sunnudag. „Auðvitað þurftum við að laga ákveðna hluti eftir síðasta leik og ég held að við höfum gert það ágætlega."

Birkir lagði upp mörk í dag, hann spilaði í hægri bakverðinum í dag en kemur talsvert inn á miðsvæðið í sóknarleik Vals. Anton Freyr Jónsson tók viðtalið við Birki og líkti honum við Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörð Liverpool.

„Ég fékk frjálst hlutverk í dag, fékk að hlaupa inn á teiginn og koma mér upp í hornin. Maður reynir bara að hjálpa liðinu."

Birkir sneri aftur í Val í vetur eftir að hafa spilað með uppeldisfélaginu Þór í vetur.

„Við eignuðumst barn síðasta sumar og konan vildi koma suður. Það er bara geggjað að vera kominn aftur."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner