Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
   lau 10. maí 2025 22:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Lagði upp þrjú og var líkt við Trent
Birkir öflugur í dag.
Birkir öflugur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Trent Alexander-Arnold hefur komið að ófáum mörkum hjá Liverpool.
Trent Alexander-Arnold hefur komið að ófáum mörkum hjá Liverpool.
Mynd: EPA
„Það er sterkt að skora loksins mörg mörk, sóknarleikurinn var góður og varnarleikurinn sömuleiðis," sagði Birkir Heimisson, leikmaður Vals, við Fótbolta.net eftir stórsigur gegn ÍA á Hlíðarenda í dag.

Valur leiddi með einu marki í leikhléi en Valur skoraði tvö mörk strax í blábyrjun seinni hálfleiks og gekk frá leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

„Við komum inn í hálfleikinn og Túfa skerpti á því að koma almennilega út í seinni hálfleikinn. Við bara hlustuðum."

„Þetta var gott svar við síðasta leik, þetta var það sem við þurftum að gera og nú þurfum við bara að halda áfram,"
sagði Birkir en Valur tapaði illa gegn FH síðasta sunnudag. „Auðvitað þurftum við að laga ákveðna hluti eftir síðasta leik og ég held að við höfum gert það ágætlega."

Birkir lagði upp mörk í dag, hann spilaði í hægri bakverðinum í dag en kemur talsvert inn á miðsvæðið í sóknarleik Vals. Anton Freyr Jónsson tók viðtalið við Birki og líkti honum við Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörð Liverpool.

„Ég fékk frjálst hlutverk í dag, fékk að hlaupa inn á teiginn og koma mér upp í hornin. Maður reynir bara að hjálpa liðinu."

Birkir sneri aftur í Val í vetur eftir að hafa spilað með uppeldisfélaginu Þór í vetur.

„Við eignuðumst barn síðasta sumar og konan vildi koma suður. Það er bara geggjað að vera kominn aftur."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner