City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
banner
   lau 10. maí 2025 22:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Lagði upp þrjú og var líkt við Trent
Birkir öflugur í dag.
Birkir öflugur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Trent Alexander-Arnold hefur komið að ófáum mörkum hjá Liverpool.
Trent Alexander-Arnold hefur komið að ófáum mörkum hjá Liverpool.
Mynd: EPA
„Það er sterkt að skora loksins mörg mörk, sóknarleikurinn var góður og varnarleikurinn sömuleiðis," sagði Birkir Heimisson, leikmaður Vals, við Fótbolta.net eftir stórsigur gegn ÍA á Hlíðarenda í dag.

Valur leiddi með einu marki í leikhléi en Valur skoraði tvö mörk strax í blábyrjun seinni hálfleiks og gekk frá leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

„Við komum inn í hálfleikinn og Túfa skerpti á því að koma almennilega út í seinni hálfleikinn. Við bara hlustuðum."

„Þetta var gott svar við síðasta leik, þetta var það sem við þurftum að gera og nú þurfum við bara að halda áfram,"
sagði Birkir en Valur tapaði illa gegn FH síðasta sunnudag. „Auðvitað þurftum við að laga ákveðna hluti eftir síðasta leik og ég held að við höfum gert það ágætlega."

Birkir lagði upp mörk í dag, hann spilaði í hægri bakverðinum í dag en kemur talsvert inn á miðsvæðið í sóknarleik Vals. Anton Freyr Jónsson tók viðtalið við Birki og líkti honum við Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörð Liverpool.

„Ég fékk frjálst hlutverk í dag, fékk að hlaupa inn á teiginn og koma mér upp í hornin. Maður reynir bara að hjálpa liðinu."

Birkir sneri aftur í Val í vetur eftir að hafa spilað með uppeldisfélaginu Þór í vetur.

„Við eignuðumst barn síðasta sumar og konan vildi koma suður. Það er bara geggjað að vera kominn aftur."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner