
„Tilfinningin er fín eftir seinni hálfleik, í fyrri hálfleik var hún mjög slæm. Við vorum slappir í fyrri hálfleik,'' sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, eftir 1-1 jafntefli gegn ÍR í annarri umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: HK 1 - 1 ÍR
Þrátt fyrir mikið af færum og föstum leikatriðum hjá HK, þá voru þau alls ekki nýtt vel.
„Ég er mjög sammála því við getum bætt það, það er engin spurning. Við komust í þessar stöður og unnum fyrir réttinum að komast í stöðurnar. Stundum heppnast það og stundum ekki,''
„Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum hérna í seinni hálfleikinn,''
„Það er bara geggjað að þetta sé byrjað og við verðum bara að átta okkur á því að það dugir ekkert annað til en að við höldum áfram bara að sækja til sigurs. Við erum með öflugan hóp og sterka stráka,'' sagði Heimir í lokinn.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir