Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim um Mount: Fullkominn fyrir þessa stöðu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Rúben Amorim var kátur eftir sigur Manchester United í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í vikunni.

Hann fór víðan völl í viðtölum að leikslokum og nýtti tækifærið til að hrósa Mason Mount, sem hefur verið að glíma við meiðsli stóran hluta tímabils, í hástert.

Amorim hefur verið að nota Mount sem varamann inn af bekknum en þessi sóknartengiliður fékk tækifæri með byrjunarliðinu gegn Brentford um síðustu helgi og nýtti það með því að skora mark.

Mount kom svo inn gegn Athletic Bilbao þegar Man Utd var einu marki undir og breytti leiknum með tveimur mörkum.

„Ég er mjög ánægður fyrir Mason Mount, hann er frábær leikmaður sem leggur mikið á sig á hverri einustu æfingu. Hann býr yfir miklum gæðum. Kobbie Mainoo líka þó að hann hafi bara verið 10 mínútur á vellinum. Mér líkar vel við þessa leikmenn," sagði Amorim og hélt svo áfram.

„Mount er fullkominn fyrir þessa stöðu útaf því að hann getur spilað sem miðjumaður, hlaupið sem kantmaður og spilað leikinn snúandi baki í markið. Hann er frábær leikmaður og getur reynst mikilvægur fyrir okkur.

„Hann er með hárrétt hugarfar. Hann leggur mikið á sig á æfingum, borðar rétt, hvílir rétt og fer í ísböð. Hann gerir allt í sínu valdi til að vera í sem besta standi."

Athugasemdir
banner
banner