Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 09. maí 2025 23:05
Sverrir Örn Einarsson
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Lengjudeildin
Pablo Aguilera Simon
Pablo Aguilera Simon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við spila stöðugan og góðan leik í dag. Frá fyrstu mínútu stýrðum við leiknum og sigurinn er verðskuldaður. “
Sagði Pablo Aguilera Simon leikmaður Fylkis um leikinn eftir 2-0 sigur Fylkismanna á Selfyssingum á tekk vellinum í Árbæ fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  0 Selfoss

Lið Fylkis var fyrirfram mun sigurstranglegra liðið í leiknum enda liðunum spáð ólíku gengi í sumar. Hver voru skilaboðin frá Árna Frey Guðnasyni þjálfara Fylkis til leikmanna fyrir leik?

„Þjálfarinn sagði okkur að halda því áfram sem við höfum verið að gera á æfingum og í leikjum til þessa. Að vera agressívir og taka stjórnina í leiknum með boltann og spila eins og við kunnum að spila. “

Íslenska vorið var ekki beint blítt í Árbænum í kvöld og fengu leikmenn og áhorfendur að sjá allan skalann í veðrinu. Snjókomu, rigningu og rok og meira að segja sú gula skein á köflum.

„Aðstæðurnar eru eins fyrir bæði lið. En þetta er vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni en ég kann vel við þetta. Ég er bara ánægður að stuðningsmenn mættu þrátt fyrir veðrið og það gerði mig ánægðan að sjá alla stuðningsmennina vera mætta í þessum aðstæðum.“

Sagði Pablo en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir