De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Að halda í Antony er mjög, mjög flókið"
Antony hefur leikið frábærlega með Betis.
Antony hefur leikið frábærlega með Betis.
Mynd: EPA
Angel Haro, forseti spænska félagsins Real Betis, viðurkennir að það verði flókið fyrir félagið að halda í brasilíska kantmanninn Antony.

Antony kom á láni frá Manchester United í janúar síðastliðnum og hefur verið frábær fyrir Betis.

„Að halda í Antony er mjög, mjög flókið," segir Haro við útvarpsstöðina COPE.

„Við munum ræða við Manchester United um að halda leikmanninum á láni í eitt ár í viðbót."

Antony var keyptur til Man Utd frá Ajax fyrir 100 milljónir evra sumarið 2022 en hann hefur gert lítið fyrir félagið. Hann hefur í raun gert meira fyrir Betis á sínum stutta tíma þar.
Athugasemdir
banner
banner