De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wilshere kemur ekki til greina og fer annað
Jack Wilshere.
Jack Wilshere.
Mynd: Norwich
Jack Wilshere hefur ákveðið að yfirgefa Norwich eftir að félagið tók ákvörðun um að hann kæmi ekki til greina sem næsti stjóri liðsins.

Wilshere hefur stýrt Norwich til bráðabirgða síðan 22. apríl eftir að Johannes Hoff Thorup var rekinn. Wilshere stýrði liðinu í markalausu jafntefli gegn Middlesbrough og í sigri gegn Cardiff.

Hinn 33 ára gamli Wilshere fær hins vegar ekki að halda áfram með liðið og ætlar Norwich að leita utan félagsins að nýjum stjóra.

„Jack er frábær manneskja og við eigum mikla sögu saman," sagði Ben Knapper, yfirmaður fótboltamála hjá Norwich, en hann og Wilshere voru saman hjá Arsenal líka.

Hann segir að Wilshere verði frábær stjóri en það verði ekki hjá Norwich á þessum tíma.

Wilshere, sem var einn efnilegasti fótboltamaður Englands fyrir nokkrum árum, þykir virkilega efnilega spennandi stjóri og verður fróðlegt að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur næst.
Athugasemdir
banner
banner