Wolfsburg 2 - 2 Hoffenheim
1-0 Leo Ostigard ('1, sjálfsmark)
1-1 Pavel Kaderabek ('34)
2-1 Jonas Wind ('81)
2-2 Marius Bulter ('84)
1-0 Leo Ostigard ('1, sjálfsmark)
1-1 Pavel Kaderabek ('34)
2-1 Jonas Wind ('81)
2-2 Marius Bulter ('84)
Wolfsburg og Hoffenheim áttust við í eina leik kvöldsins í efstu deild þýska boltans.
Heimamenn í liði Wolfsburg tóku forystuna strax á fyrstu mínútu þegar Leo Östigard varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net, en Pavel Kaderabek jafnaði metin.
Staðan var 1-1 í leikhlé en gestirnir í liði Hoffenheim höfðu verið sterkari aðilinn.
Leikurinn var afar jafn í síðari hálfleik og virtist stefna í 1-1 jafntefli þegar Jonas Wind tók forystuna fyrir heimamenn á nýjan leik. Hann skallaði hornspyrnu í netið á 81. mínútu en það reyndist þó ekki vera sigurmarkið því Marius Bulter jafnaði skömmu síðar.
Lokatölur urðu því 2-2 en Wolfsburg komst afar nálægt því að stela stigunum á lokasekúndum leiksins, þegar Konstantinos Koulierakis átti skot í stöng.
Þetta jafntefli þýðir að Hoffenheim er aðeins einu stigi frá því að tryggja sér öruggt sæti í efstu deild fyrir næstu leiktíð, á meðan Wolfsburg siglir lygnan sjó um miðja deild. Wolfsburg var lengi vel í baráttu um Evrópusæti en hörmulegt gengi síðustu tveggja mánaða gerðu út um allar Evrópuvonir liðsins fyrir næstu leiktíð.
Til gamans má geta að markvörðurinn efnilegi Lúkas Petersson er á mála hjá Hoffenheim. Hann ver mark varaliðsins en er ekki kominn á þann stað að vera varamarkvörður aðalliðsins. Lúkas er 21 árs gamall og ver mark U21 landsliðs Íslands.
Athugasemdir