Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ekitike ætlar að skipta um félag í sumar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Hugo Ekitike mun yfirgefa Eintracht Frankfurt í sumar. Hann segir það vera öruggt.

Ekitike er gríðarlega eftirsóttur enda er hann búinn að eiga frábært tímabil með Frankfurt, þar sem hann er kominn með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 46 leikjum.

Ekitike er 22 ára gamall og gekk til liðs við Frankfurt frá PSG fyrir einu og hálfu ári síðan. Núna hefur hann vakið stórliða víðsvegar um Evrópu og virðist líklegasti áfangastaðurinn fyrir Ekitike vera enska úrvalsdeildin.

Liverpool og Arsenal eru meðal liða sem hafa verið orðuð við Ekitike en Frankfurt er sagt vilja fá 100 milljónir evra til að selja framherjann knáa.

Ekitike er einbeittur að því að klára tímabilið með Frankfurt áður en hann skoðar næsta skref, en Frankfurt er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni fyrir næstu leiktíð.

Ekitike hefur gert 5 mörk í 5 landsleikjum með U21 liði Frakklands, en þar áður hafði hann spilað 6 leiki fyrir U20 landsliðið án þess að skora.

Ef Liverpool endar á að kaupa Ekitike verður hann líklega dýrasti leikmaður í sögu félagsins, á undan Darwin Núnez og Virgil van Dijk.
Athugasemdir
banner
banner