
Leiknir R. 1 - 4 Þór
0-1 Atli Þór Sindrason ('7)
0-2 Sigfús Fannar Gunnarsson ('9)
0-3 Vilhelm Ottó Biering Ottósson ('20)
1-3 Djorde Vladisavljevic ('51)
1-4 Sigfús Fannar Gunnarsson ('88)
Rautt spjald: Sindri Björnsson, Leiknir R. ('70)
0-1 Atli Þór Sindrason ('7)
0-2 Sigfús Fannar Gunnarsson ('9)
0-3 Vilhelm Ottó Biering Ottósson ('20)
1-3 Djorde Vladisavljevic ('51)
1-4 Sigfús Fannar Gunnarsson ('88)
Rautt spjald: Sindri Björnsson, Leiknir R. ('70)
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 4 Þór
Leiknir tók á móti Þór frá Akureyri í hálfgerðu fárviðri í Breiðholti í dag og kláruðu gestirnir leikinn á fyrstu 20 mínútunum.
Atli Þór Sindrason og Sigfús Fannar Gunnarsson skoruðu með stuttu millibili snemma leiks eftir slakan varnarleik Leiknismanna. Atli Þór slapp í gegn eftir stungusendingu og skoraði með hnitmiðuðu skoti áður en Sigfús Fannar var aleinn í vítateignum og stangaði fyrirgjöf í slána og inn.
Þórsarar héldu áfram að sækja í sig veðrið og setti Vilhelm Ottó Biering Ottósson þriðja markið beint úr aukaspyrnu á 20. mínútu. Hann virðist hafa ætlað að gefa boltann fyrir, sem rataði þess í gegnum allan pakkann í vítateignum og endaði í netinu.
Þórsarar fengu tækifæri til að skora fjórða markið en tókst ekki og var staðan 0-3 í leikhlé.
Djordje Vladisavljevic minnkaði muninn fyrir heimamenn með skalla eftir hornspyrnu í upphafi síðari hálfleiks og vildu Breiðhyltingar fá dæmdar vítaspyrnur skömmu síðar en fengu ekki.
Þeir sóttu nokkuð stíft og áttu góðar marktilraunir en Þórsarar voru einnig hættulegir í sínum skyndisóknum. Meira var þó ekki skorað fyrr en eftir að Sindri Björnsson fékk að líta beint rautt spjald fyrir glæfralega tæklingu á 70. mínútu.
Tíu Leiknismenn áttu litla möguleika á að koma til baka eftir að hafa misst mann af velli og innsiglaði Sigfús Fannar sigur Þórsara með marki undir lokin. Lokatölur urðu því 1-4 fyrir Þór.
Þór er með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðir tímabilsins á meðan Leiknismenn sitja eftir með eitt stig.
Athugasemdir