De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 22:06
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: KV og Hvíti riddarinn röðuðu inn mörkum
Markalaust í Grenivík
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það fóru þrír leikir fram í 3. deildinni í kvöld þar sem KV skoraði fimm mörk í frábærum sigri gegn Sandgerðingum.

Leikmenn KV skiptu mörkunum fimm bróðurlega á milli sín en þeir tóku forystuna í þrígang í fyrri hálfleik áður en þeim tókst lokst að bæta við í síðari hálfleik til að tryggja sigur.

Ólafur Darri Sigurjónsson og Leonard Adam Zmarzlik skoruðu mörk Reynismanna og urðu lokatölur 5-2. Bæði þessi lið eiga þar með þrjú stig eftir tvær fyrstu umferðir sumarsins.

ÍH tók á sama tíma á móti Hvíta riddaranum og voru Mosfellingar með eins marks forystu eftir fyrri hálfleikinn.

Í síðari hálfleik fékk Hákon Gunnarsson sitt annað gula spjald í liði heimamanna svo leikmenn ÍH voru aðeins tíu eftir á vellinum síðasta stundarfjórðunginn.

Hafnfirðingar misstu svo alla möguleika á að fá eitthvað úr þessum heimaleik þegar komið var seint í uppbótartíma og Sigurður Brouwer Flemmingsson setti tvennu með stuttu millibili til að innsigla þægilegan sigur Mosfellinga. Lokatölur 1-4 fyrir Hvíta riddarann.

ÍH er án stiga eftir þetta tap en Hvíti riddarinn hefur byrjað sumrið mjög vel og er með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Að lokum tók Magni á móti KF en liðin gerðu markalaust jafntefli í Grenivík. KF er með fjögur stig og Magni eitt.

KV 5 - 2 Reynir S.
1-0 Einar Már Þórisson ('4 )
1-1 Ólafur Darri Sigurjónsson ('11 )
2-1 Askur Jóhannsson ('20 )
2-2 Leonard Adam Zmarzlik ('33 )
3-2 Konráð Bjarnason ('40 )
4-2 Jón Ernir Ragnarsson ('54 )
5-2 Freyr Þrastarson ('76 )

ÍH 1 - 4 Hvíti riddarinn
0-1 Óðinn Breki Þorvaldsson ('12 )
0-2 Trausti Þráinsson ('16, víti)
1-2 Brynjar Jónasson ('28 )
1-3 Sigurður Brouwer Flemmingsson ('93 )
1-4 Sigurður Brouwer Flemmingsson ('94 )

Magni 0 - 0 KF
Athugasemdir
banner
banner
banner