
„Ekkert eitthvað svo slæm, mér fannst við spila vel og eiga góðan kafla. Ég er bara sátt með að byggja ofan á þetta en auðvitað ótrúlega leiðinlegt að missa þetta niður, sagði Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir um sína upplifun eftir leik.
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 Stjarnan
„Nei ég átti ekki von á því, en svo bara sá ég boltann fyrir fram mig og ég skaut bara og já ég var mjög hissa"
Úlfa Dís skoraði fyrsta markið í leiknum eftir sannkallaða gjöf þegar Arna Eiríksdóttir hitti ekki óþægilega skoppandi bolta í vörn FH.
Stelpurnar í Stjörnunni geta gengið sáttar frá borði og hafði Úlfa þetta að segja um tímabilið framundan.
„Bara mjög vel, við náðum að snúa þessu við og ætlum bara að byggja ofan á þessa frammistöðu. Mér fannst þetta besti leikurinn okkar hingað til eða alla veganna einn af þeim"
Athugasemdir