David Moyes þjálfari Everton segir ekkert vera til í þeim sögusögnum sem segja Everton ætla að kaupa Richarlison til baka frá Tottenham.
Tottenham keypti brasilíska sóknarmanninn frá Everton fyrir þremur árum síðan og kostaði Richarlison þá 60 milljónir punda eftir að hafa verið algjör lykilmaður í liði Everton.
Richarlison hefur átt erfitt uppdráttar hjá Tottenham og er þessi 27 ára gamli leikmaður með tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.
„Richarlison er virkilega góður leikmaður sem mér hefur alltaf líkað við en ég get sagt ykkur að það er ekkert til í þessum fréttum," sagði Moyes á fréttamannafundi í gær, fyrir leik Everton gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Hann var einnig spurður út í samningamál félagsins, þar sem þrettán leikmenn aðalliðsins renna út á samningi í sumar. Abdoulaye Doucouré, 32 ára lykilmaður á miðjunni, er einn af þeim og ræddi hann opinskátt um samningsmálin í hlaðvarpsþætti Ben Foster á dögunum. Miðjumaðurinn sagði að það væri ekkert samningstilboð á borðinu frá Everton.
Everton hefur verið að glíma við fjárhagsvandræði sem munu hafa veruleg áhrif á samningaviðræður. Doucouré sagði í hlaðvarpinu að hann myndi ekki samþykkja nýjan samning á lægri kjörum en hann er á nú þegar, heldur telur hann sig eiga skilið nýjan samning á betra kaupi.
Moyes sér hlutina þó ekki í alveg sama ljósi og Doucouré, sem verður 33 ára næsta nýársdag.
„Hann hefur verið frábær í sumum leikjum fyrir okkur en hann er ekki lengur ungur fótboltamaður. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að tryggja að við séum með nægilega góða leikmenn til að hlaupa í skarðið þegar þess þarf."
08.05.2025 19:35
Snýr Richarlison aftur til Everton?
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 35 | 25 | 7 | 3 | 81 | 35 | +46 | 82 |
2 | Arsenal | 35 | 18 | 13 | 4 | 64 | 31 | +33 | 67 |
3 | Man City | 35 | 19 | 7 | 9 | 67 | 43 | +24 | 64 |
4 | Newcastle | 35 | 19 | 6 | 10 | 66 | 45 | +21 | 63 |
5 | Chelsea | 35 | 18 | 9 | 8 | 62 | 41 | +21 | 63 |
6 | Nott. Forest | 35 | 18 | 7 | 10 | 54 | 42 | +12 | 61 |
7 | Aston Villa | 35 | 17 | 9 | 9 | 55 | 49 | +6 | 60 |
8 | Bournemouth | 35 | 14 | 11 | 10 | 55 | 42 | +13 | 53 |
9 | Brentford | 35 | 15 | 7 | 13 | 62 | 53 | +9 | 52 |
10 | Brighton | 35 | 13 | 13 | 9 | 57 | 56 | +1 | 52 |
11 | Fulham | 35 | 14 | 9 | 12 | 50 | 47 | +3 | 51 |
12 | Crystal Palace | 35 | 11 | 13 | 11 | 44 | 48 | -4 | 46 |
13 | Wolves | 35 | 12 | 5 | 18 | 51 | 62 | -11 | 41 |
14 | Everton | 35 | 8 | 15 | 12 | 36 | 43 | -7 | 39 |
15 | Man Utd | 35 | 10 | 9 | 16 | 42 | 51 | -9 | 39 |
16 | Tottenham | 35 | 11 | 5 | 19 | 63 | 57 | +6 | 38 |
17 | West Ham | 35 | 9 | 10 | 16 | 40 | 59 | -19 | 37 |
18 | Ipswich Town | 35 | 4 | 10 | 21 | 35 | 76 | -41 | 22 |
19 | Leicester | 35 | 5 | 6 | 24 | 29 | 76 | -47 | 21 |
20 | Southampton | 35 | 2 | 5 | 28 | 25 | 82 | -57 | 11 |
Athugasemdir