Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stærstu félögin berjast um Tah
Mynd: EPA
Mynd: EPA
FC Bayern hefur sett sig í samband við varnarmanninn öfluga Jonathan Tah sem verður samningslaus í sumar eftir að hafa verið lykilmaður undir stjórn Xabi Alonso hjá Bayer Leverkusen.

Manchester United, Real Madrid og Barcelona eru meðal félagsliða sem hafa verið orðuð hvað mest við Tah, en Sky í Þýskalandi segir Bayern leiða kapphlaupið. Nýbakaðir Þýskalandsmeistarar eru einnig að reyna að kaupa Florian Wirtz úr röðum Leverkusen.

Tah er sagður vera efstur á óskalista Bayern í sumar til að taka við miðvarðarstöðunni af Eric Dier, sem er á leið til Mónakó.

Xabi Alonso er að taka við stjórn á stórveldi Real Madrid og vill fá Tah með sér þangað en Barcelona hefur áður reynt að fá leikmanninn til sín. Vandamál félagsins að virða launaþak spænsku deildarinnar gætu þó komið í veg fyrir möguleg félagaskipti.

Börsungar vildu kaupa Tah í janúarglugganum en þurftu að hætta við þegar Eric García og Ronald Araújo ákváðu að vera áfram hjá félaginu. Barca ætlaði að fjármagna kaup á Tah og skapa pláss í launamálum með því að selja þessa tvo varnarmenn, en þau áform gengu ekki eftir.

Það er því afar áhugavert kapphlaup í gangi um þessar mundir, þar sem Bayern, Barcelona, Real Madrid og Manchester United eru meðal félaga sem vilja semja við Tah.
Athugasemdir
banner
banner