Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 15:32
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bochum og Holsten Kiel fallin
Bochum er fallið
Bochum er fallið
Mynd: EPA
Bochum og Holsten Kiel eru fallin niður í þýsku B-deildina en þetta varð ljóst eftir úrslit dagsins

Næst síðasta umferðin hélt áfram í dag og áttu Kiel og Bochum bæði möguleika á umspilssæti.

Þau þurftu þó að vinna sína leiki sem þau gerðu ekki. Kiel tapaði fyrir Meistaradeildarbaráttuliði Freiburg, 2-1, á heimavelli og þá tapaði Bochum fyrir Mainz, 4-1.

Freiburg er einum sigri frá því að komast í Meistaradeildina, en það yrði þá í fyrsta sinn í sögunni sem félagið kemst inn í keppnina.

Bochum er í neðsta sæti með 22 stig en Holsten Kiel í næst neðsta með 25 stig fyrir lokaumferðina og því aðeins spurning hvaða lið mun hafna í umspilssætinu.

Heidenheim vann 3-0 sigur á Union Berlín og á því enn möguleika á að bjarga sér alveg frá falli.

Werder Bremen og Leipzig gerðu markalaust jafntefli í Bremen. Vond úrslit hjá báðum liðum sem eru í baráttu um Evrópusæti, en Meistaradeildardraumur Leipzig er úti og á liðið aðeins möguleika á að komast í Evrópudeildina.

Leipzig er í 7. sæti með 51 stig en Bremen í 8. sæti með 48 stig.

Werder 0 - 0 RB Leipzig

Union Berlin 0 - 3 Heidenheim
0-1 Adrian Beck ('12 )
0-2 Jan Schoppner ('56 )
0-3 Adrian Beck ('73 )

Bochum 1 - 4 Mainz
0-1 Nadiem Amiri ('45 )
0-2 Philipp Mwene ('54 )
0-3 Jonathan Michael Burkardt ('73 )
1-3 Gerrit Holtmann ('84 )
1-4 Paul Nebel ('90 )

Holstein Kiel 1 - 2 Freiburg
1-0 Lasse Rosenboom ('24 )
1-1 Johan Manzambi ('45 )
1-2 Lucas Holer ('58 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 33 24 7 2 94 32 +62 79
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 33 16 7 10 48 50 -2 55
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 Mainz 33 14 9 10 53 41 +12 51
7 RB Leipzig 33 13 12 8 51 45 +6 51
8 Werder 33 13 9 11 50 56 -6 48
9 Gladbach 33 13 6 14 55 55 0 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 33 10 10 13 55 54 +1 40
13 Union Berlin 33 9 10 14 33 50 -17 37
14 Hoffenheim 33 7 11 15 46 64 -18 32
15 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
16 Heidenheim 33 8 5 20 36 60 -24 29
17 Holstein Kiel 33 6 7 20 49 77 -28 25
18 Bochum 33 5 7 21 31 67 -36 22
Athugasemdir
banner
banner
banner