Vestri er á toppnum í Bestu deildinni eftir sigur á Aftureldingu í dag. Fótbolti.net ræddi við Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Vestri 2 - 0 Afturelding
„Orkustigið eftir 10-15 mínútur var ekki gott. Við vorum hálf kraftlausir og tempóleysi í okkur. Ég tek það líka á mig að ég gef ekki frí eftir leikinn á móti ÍBV eftir langt ferðalag og það útskýrir eitthvað af þessu orkuleysi," sagði Davíð Smári.
Davíð Smári hrósaði varamönnunum fyrir innkomu sína. Arnór Guðjohnsen kom inn á og skoraði í sínum fyrsta leik.
„Frábærar frammistöður frá þeim, Arnór Borg skorar mark í sínum fyrsta leik og er gríðarlega duglegur. Ég er gríðarlega sáttur með leikinn í heild sinni og úrslitin auðvitað sérstaklega," sagði Davíð Smári.
Davíð Smári hrósaði miðjumanninum Fatai Gbadamosi í hástert.
„Það má ekki gleyma frammistöðunni hjá Fatai, gjörsamlega stórkostlegur í dag. Hann er gríðarlega illviðráðanlegur, hraðabreytingar og annað hjá honum eru stórkostlegar. Svo fær hann ekki nógu mikið kredit á það að hann er góður í fótbolta. Ég get haldið endalaust áfram með Fatai, hann er gríðarlega sterkur fyrir okkur."
Athugasemdir