Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
   lau 10. maí 2025 17:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Fatai
Fatai
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri er á toppnum í Bestu deildinni eftir sigur á Aftureldingu í dag. Fótbolti.net ræddi við Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Afturelding

„Orkustigið eftir 10-15 mínútur var ekki gott. Við vorum hálf kraftlausir og tempóleysi í okkur. Ég tek það líka á mig að ég gef ekki frí eftir leikinn á móti ÍBV eftir langt ferðalag og það útskýrir eitthvað af þessu orkuleysi," sagði Davíð Smári.

Davíð Smári hrósaði varamönnunum fyrir innkomu sína. Arnór Guðjohnsen kom inn á og skoraði í sínum fyrsta leik.

„Frábærar frammistöður frá þeim, Arnór Borg skorar mark í sínum fyrsta leik og er gríðarlega duglegur. Ég er gríðarlega sáttur með leikinn í heild sinni og úrslitin auðvitað sérstaklega," sagði Davíð Smári.

Davíð Smári hrósaði miðjumanninum Fatai Gbadamosi í hástert.

„Það má ekki gleyma frammistöðunni hjá Fatai, gjörsamlega stórkostlegur í dag. Hann er gríðarlega illviðráðanlegur, hraðabreytingar og annað hjá honum eru stórkostlegar. Svo fær hann ekki nógu mikið kredit á það að hann er góður í fótbolta. Ég get haldið endalaust áfram með Fatai, hann er gríðarlega sterkur fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner