
Lengjudeildin er farin á flug og fer 2. umferðin fram í dag og á morgun. Fjórir leikir fara fram í dag og tveir á morgun. Til þess að spá í umferðina fengum við Bjarka Björn Gunnarsson sem hjálpaði ÍBV að vinna deildina á síðasta tímabili.
Bjarki Björn fylgir á eftir Júlíusi Mar Júlíussyni sem var með fjóra leiki rétta þegar hann spáði í fyrstu umferðina.
Svona spáir Bjarki Björn leikjunum:
Bjarki Björn fylgir á eftir Júlíusi Mar Júlíussyni sem var með fjóra leiki rétta þegar hann spáði í fyrstu umferðina.
Svona spáir Bjarki Björn leikjunum:
Leiknir 3 - 1 Þór (í kvöld, 18:00)
Leiknismenn misst nokkra öfluga fyrir mót en nýju mennirnir stíga upp, þar sem Axel Freyr setur eitt og Þórsararnir ráða ekkert við Hammerinn sem klára þetta áður en Þórsarar klóra í bakkann undir lokin.
HK 3-2 ÍR (í kvöld, 19:15)
Leikur umferðarinnar og alvöru hiti í kórnum. ÍR byrjar vel og kemst yfir með mörkum frá Arnóri Sölva og Hákoni. Hárblásari frá Hemma í hálfleik og HK-ingarnir mæta trylltir út í seinni þar sem Aukaspyrnu Ívar setur eitt af 25m og teiknar svo einn bolta á hausinn á Hauki. Eiður Atli reynist svo hetjan í blálokin áður en hann lætur henda sér í sturtu. Svokallað remontada í Kórnum í kvöld.
Keflavík 2 - 1 Þróttur (í kvöld, 19:15)
Keflvíkingarnir erfiðir heim að sækja á grasið. Verður þægilegt 2-0 áður en Gunnlaugur Fannar brýtur af sér inni í teig og Þróttarar minnka muninn en nær komast þeir ekki.
Fylkir 3-0 Selfoss (í kvöld, 19:30)
Fylkismenn sakna Halldórs Jóns Sigurðar Þórðarsonar en það verður Húbbabúbba útgáfupartý í Lautinni þrátt fyrir sterka byrjun Selfyssinga í fyrsta leik.
Njarðvík 2-0 Völsungur (laugardag, 16:00)
Heimavöllurinn sterkur í þessari umferð og Njarðvíkingar númeri of stórir fyrir Völlarana. Davíð Helgi með langa bolta á Diouck sem klára vel og Viggó Valgeirs lokar þessum leik með einu frá miðju.
Grindavík 0-0 Fjölnir (laugardag, 16:00)
Stórt fyrir Grindvíkinga að vera mættir heim en bæði lið sátt með sitt fyrsta stig í bragðdaufum leik eftir svekkjandi töp í fyrstu umferð.
Fyrri spámenn:
Júlís Mar (4 réttir)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 12 | 7 | 4 | 1 | 21 - 8 | +13 | 25 |
2. HK | 12 | 7 | 3 | 2 | 24 - 13 | +11 | 24 |
3. Njarðvík | 11 | 6 | 5 | 0 | 29 - 11 | +18 | 23 |
4. Þróttur R. | 12 | 6 | 3 | 3 | 23 - 20 | +3 | 21 |
5. Keflavík | 12 | 5 | 3 | 4 | 25 - 18 | +7 | 18 |
6. Þór | 11 | 5 | 2 | 4 | 26 - 19 | +7 | 17 |
7. Grindavík | 12 | 4 | 2 | 6 | 28 - 36 | -8 | 14 |
8. Völsungur | 11 | 4 | 1 | 6 | 17 - 26 | -9 | 13 |
9. Fylkir | 12 | 2 | 4 | 6 | 16 - 20 | -4 | 10 |
10. Selfoss | 12 | 3 | 1 | 8 | 13 - 25 | -12 | 10 |
11. Fjölnir | 12 | 2 | 3 | 7 | 14 - 27 | -13 | 9 |
12. Leiknir R. | 11 | 2 | 3 | 6 | 12 - 25 | -13 | 9 |
Athugasemdir