Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   lau 10. maí 2025 17:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding tapaði gegn Vestra á Ísafirði í 6. umferð Bestu deildarinnar í dag. Fótbolti.net ræddi við Magnús Már Einarsson, þjáflara Aftureldingar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Afturelding

„Við vorum að spila allt í lagi út á vellinum en það voru tvö lykilmóment sem við klikkuðum á í varnarleiknum og svo erum við ekki nógu grimmir í teignum til að skora mörk," sagði Maggi.

Hann var ósáttur með dómgæsluna í leiknum í dag og minntist á dómgæsluna gegn Fram í 4. umferð.

„Erum að enduruppliifa sama í dag, þeir fá víti og ekkert mál en það kemur nákvæmlega eins atvik tíu mínútum síðar. Eina sem er þar er kannski að við öskrum ekki nógu hátt til að kalla eftir því, pjúra víti," sagði Maggi.

„Svo fer boltinn í hendina á varnarmanninum þeirra í lokin, tvö víti þarna sem við fáum ekki, mér finnst við eiga meiri virðingu skilið frá dómurunum. Við þurfum að líta inn á við en við þurfum líka að fá betri dómgæslu að lykilmómentum. Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst því við þurfum á VAR að halda til að tækla svona lykilmóment."
Athugasemdir
banner