Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fös 09. maí 2025 21:59
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Kvenaboltinn
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram.
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram var að vonum sáttur að leikslokum þegar Fram vann sterkan 2-1 útisigur á Víkingi í kvöld.

„Við skorum tvö frábær mörk, börðumst allan leikinn og vörðum okkar mark vel. Víkingur voru meira með boltann en við vorum hættulegar þegar við unnum hann og skorum úr einni góðri slíkri skyndisókn í seinni hálfleik," sagði Óskar Smári eftir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Fram

Alda Ólafsdóttir og Murielle Tiernan eru báðar þekktar fyrir að vera miklir markaskorar. Þær skoruðu sitthvort markið í kvöld en það sást líka í kvöld hvað þær voru að tengja vel saman. ,,Ég er bara þakklátur fyrir að eiga tvo góða sentera og ég á ekki bara tvo, ég á fleiri góða sentera. Við erum að fá fleiri ógnir á bakvið og Murielle er að komast nær því sem Murielle er þekkt fyrir, hún æfði lítið sem ekkert í vetur og er að vinna sig nær og nær því standi sem hún á að vera í."

Veðrið sýndi á sér margar ólíkar hliðar í kvöld, sólin skein á köflum en inn á milli voru aðstæður frekar erfiðar. „Ég labbaði hérna út og þá var sólskin og svo kom maður út og þá var kominn snjóstormur. Ég held það hafi sést á 93. mínútu þá kom bara eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember í fyrra á miðjum vetri. Mér fannst stelpurnar díla frábærlega við það," sagði Óskar Smári.

Nánar er rætt við Óskar Smára í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir