De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 21:51
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Fannar og Kostiantyn afgreiddu Garðsmenn
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar 2 - 1 Víðir
1-0 Fannar Óli Friðleifsson
2-0 Kostiantyn Iaroshenko
2-1 Uros Jemovic ('95)

Haukar tóku á móti Víði frá Garði í eina leik kvöldsins í 2. deild karla og leiddu heimamenn með tveggja marka mun eftir fyrri hálfleikinn.

Fannar Óli Friðleifsson og Kostiantyn Iaroshenko skoruðu mörkin svo staðan var 2-0 í leikhlé.

Gestirnir frá Garði reyndu að minnka muninn í síðari hálfleik en þeim tókst það ekki fyrr en seint í uppbótartíma, þegar Uros Jemovic kom boltanum í netið á 95. mínútu.

Það dugði ekki til svo lokatölur urðu 2-1 fyrir Hauka. Liðin áttust við í fyrsta leik 2. umferðar og eru Haukar komnir með fjögur stig á meðan Garðsmenn sitja eftir með eitt stig.
Athugasemdir
banner