De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KSÍ 
HúbbaBúbba frumsýnir lag og tónlistarmyndband fyrir EM
Icelandair
Mynd: KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið mætir til leiks á EM í Sviss í byrjun júlí og var tónlistartvíeykið vinsæla HúbbaBúbba, sem er skipað af fótboltamönnunum Kristali Mána Ingasyni og Eyþóri Aroni Wöhler, ráðið til að semja EM-lag.

KSÍ frumsýndi nýja landsliðstreyju í dag og fylgir því eftir með frumsýningu á tónlistarmyndbandi fyrir EM-lagið.

Eyþór Aron vonar að lagið reynist hressandi sumarsmellur og segir þá félagana hafa sótt innblástur frá HM laginu árið 2010, Waka Waka í flutningi Shakira.

Myndbandið með laginu er afar skemmtilegt þar sem fram koma bæði núverandi og fyrrverandi landsliðskonur, ásamt Höllu Tómasdóttur, Sveppa og Gumma Ben.

„Lagið er gert í samstarfi við KSÍ og líkt og þau bíðum við með öndina í hálsinum eftir EM í sumar. Við höfum tröllatrú á stelpunum í Sviss og vonandi gefur lagið þeim smá pepp inn í sumarið. Stelpurnar eru í áhugaverðum riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi, og ég er ekki frá því að þær fari áfram í 8-liða úrslitin,“ sagði Eyþór meðal annars í samtali við KSÍ.

„Þetta snýst allt um að njóta augnabliksins og gera sitt besta, hvort það sé í fótboltanum eða á öðrum vettvangi í lífinu."


Athugasemdir
banner
banner
banner