 
                                                                                        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                „Fyrri hálfleikur var náttúrúleg mjög mikið bras, bara vindinn og sólin og snjóin og bara allt einhvern veginn í andlitið á okkur. Arna rennur þarna í markinu þeirra og bara eitthvað svona ullabjakk óhappa finnst mér", sagði Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH kvenna eftir leik.
                
                                    Svo tölum við okkur saman inni í klefa og bara heyrðu þetta er fyrsta skiptið sem við lendum undir í ár. Við bara stöppum í okkur stálið og mættum bara ekkert eðlilega sterkar í seinni hálfleik bara eins og við ætluðum okkur."
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 Stjarnan
„Við erum bara með bestu vörnina í deildinni, það er bara þannig. Arna er bara einn besti varnarmaður sem ég hef verið með á ævi minni"
En Aldís átti stórkostlegan leik og átti tvær heimsklassa markvörslur í sitt hvorum hálfleik og fór fyrir sínu liði FH sem sigraði Stjörnuna 2-1 í Bestu deild kvenna í Kaplakrikanum hér í kvöld.
                    
                                                        
                                                                                
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        



















 
         
    
 
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
        

