Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fös 09. maí 2025 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur heimsótti Keflavík á HS Orku völlinn í kvöld þegar önnur umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Aðstæður buðu ekki upp á frábæran fótbolta en það voru Þróttarar sem náðu að stela sigrinum seint í leiknum með marki frá Liam Daða Jeffs.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þróttur R.

„Þetta var gríðarlega sætt" sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir sigurinn í kvöld.

„Þetta var mjög skrítinn fótboltaleikur. Ekki margt líkt við það sem við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir. Við erum búnir að æfa í sex mánuði og ræða ýmis málefni eins og taktík og hvernig á að spila, senda á milli manna og svo kemur maður allt í einu hérna í rok, rigningu og vonlaust gras og þá snýst þetta auðvitað bara um kænsku, frekju og einhverskonar heppni líka" 

Þróttur fékk nokkur fín færi í leiknum og meðal annars eitt nánast fyrir opnu marki sem fór forgörðum svo það var mjög sætt fyrir Þrótt að ná inn sigurmarki svona seint og fara heim með öll stigin.

„Það var æðislegt. Það kom líka svolítið á óvart. Það er svo klassískt minni í fótbolta að ef þú klikkar á færunum þínum að þér er refsað. Aron fær tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik og svo þetta færi sem þú ert að tala um, algjört dauðafæri þannig við erum komnir í 3-0 finnst mér í dauðafærum á móti Keflavík"

„Þá er mjög klassíkt minni að hitt liðið refsi þér en þetta var mjög sætt og bara æðislegt mark líka. Miðað við aðstæður þá var þetta ótrúlega fallegt mark. Geggjaður kross frá Viktori Andra og frábærlega slúttað hjá Liam með skalla sem við erum búnir að marg æfa"

Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson þjáfara Þróttara í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir