Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 09. maí 2025 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur heimsótti Keflavík á HS Orku völlinn í kvöld þegar önnur umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Aðstæður buðu ekki upp á frábæran fótbolta en það voru Þróttarar sem náðu að stela sigrinum seint í leiknum með marki frá Liam Daða Jeffs.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þróttur R.

„Þetta var gríðarlega sætt" sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir sigurinn í kvöld.

„Þetta var mjög skrítinn fótboltaleikur. Ekki margt líkt við það sem við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir. Við erum búnir að æfa í sex mánuði og ræða ýmis málefni eins og taktík og hvernig á að spila, senda á milli manna og svo kemur maður allt í einu hérna í rok, rigningu og vonlaust gras og þá snýst þetta auðvitað bara um kænsku, frekju og einhverskonar heppni líka" 

Þróttur fékk nokkur fín færi í leiknum og meðal annars eitt nánast fyrir opnu marki sem fór forgörðum svo það var mjög sætt fyrir Þrótt að ná inn sigurmarki svona seint og fara heim með öll stigin.

„Það var æðislegt. Það kom líka svolítið á óvart. Það er svo klassískt minni í fótbolta að ef þú klikkar á færunum þínum að þér er refsað. Aron fær tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik og svo þetta færi sem þú ert að tala um, algjört dauðafæri þannig við erum komnir í 3-0 finnst mér í dauðafærum á móti Keflavík"

„Þá er mjög klassíkt minni að hitt liðið refsi þér en þetta var mjög sætt og bara æðislegt mark líka. Miðað við aðstæður þá var þetta ótrúlega fallegt mark. Geggjaður kross frá Viktori Andra og frábærlega slúttað hjá Liam með skalla sem við erum búnir að marg æfa"

Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson þjáfara Þróttara í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner