Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 09. maí 2025 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur heimsótti Keflavík á HS Orku völlinn í kvöld þegar önnur umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Aðstæður buðu ekki upp á frábæran fótbolta en það voru Þróttarar sem náðu að stela sigrinum seint í leiknum með marki frá Liam Daða Jeffs.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þróttur R.

„Þetta var gríðarlega sætt" sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir sigurinn í kvöld.

„Þetta var mjög skrítinn fótboltaleikur. Ekki margt líkt við það sem við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir. Við erum búnir að æfa í sex mánuði og ræða ýmis málefni eins og taktík og hvernig á að spila, senda á milli manna og svo kemur maður allt í einu hérna í rok, rigningu og vonlaust gras og þá snýst þetta auðvitað bara um kænsku, frekju og einhverskonar heppni líka" 

Þróttur fékk nokkur fín færi í leiknum og meðal annars eitt nánast fyrir opnu marki sem fór forgörðum svo það var mjög sætt fyrir Þrótt að ná inn sigurmarki svona seint og fara heim með öll stigin.

„Það var æðislegt. Það kom líka svolítið á óvart. Það er svo klassískt minni í fótbolta að ef þú klikkar á færunum þínum að þér er refsað. Aron fær tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik og svo þetta færi sem þú ert að tala um, algjört dauðafæri þannig við erum komnir í 3-0 finnst mér í dauðafærum á móti Keflavík"

„Þá er mjög klassíkt minni að hitt liðið refsi þér en þetta var mjög sætt og bara æðislegt mark líka. Miðað við aðstæður þá var þetta ótrúlega fallegt mark. Geggjaður kross frá Viktori Andra og frábærlega slúttað hjá Liam með skalla sem við erum búnir að marg æfa"

Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson þjáfara Þróttara í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner
banner