De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 09. maí 2025 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur heimsótti Keflavík á HS Orku völlinn í kvöld þegar önnur umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Aðstæður buðu ekki upp á frábæran fótbolta en það voru Þróttarar sem náðu að stela sigrinum seint í leiknum með marki frá Liam Daða Jeffs.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þróttur R.

„Þetta var gríðarlega sætt" sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir sigurinn í kvöld.

„Þetta var mjög skrítinn fótboltaleikur. Ekki margt líkt við það sem við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir. Við erum búnir að æfa í sex mánuði og ræða ýmis málefni eins og taktík og hvernig á að spila, senda á milli manna og svo kemur maður allt í einu hérna í rok, rigningu og vonlaust gras og þá snýst þetta auðvitað bara um kænsku, frekju og einhverskonar heppni líka" 

Þróttur fékk nokkur fín færi í leiknum og meðal annars eitt nánast fyrir opnu marki sem fór forgörðum svo það var mjög sætt fyrir Þrótt að ná inn sigurmarki svona seint og fara heim með öll stigin.

„Það var æðislegt. Það kom líka svolítið á óvart. Það er svo klassískt minni í fótbolta að ef þú klikkar á færunum þínum að þér er refsað. Aron fær tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik og svo þetta færi sem þú ert að tala um, algjört dauðafæri þannig við erum komnir í 3-0 finnst mér í dauðafærum á móti Keflavík"

„Þá er mjög klassíkt minni að hitt liðið refsi þér en þetta var mjög sætt og bara æðislegt mark líka. Miðað við aðstæður þá var þetta ótrúlega fallegt mark. Geggjaður kross frá Viktori Andra og frábærlega slúttað hjá Liam með skalla sem við erum búnir að marg æfa"

Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson þjáfara Þróttara í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 2 1 1 0 5 - 2 +3 4
2.    Fylkir 2 1 1 0 3 - 1 +2 4
3.    ÍR 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
4.    Þróttur R. 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
5.    Keflavík 2 1 0 1 3 - 2 +1 3
6.    Selfoss 2 1 0 1 2 - 3 -1 3
7.    HK 2 0 2 0 2 - 2 0 2
8.    Njarðvík 1 0 1 0 1 - 1 0 1
9.    Leiknir R. 2 0 1 1 2 - 5 -3 1
10.    Grindavík 1 0 0 1 1 - 2 -1 0
11.    Völsungur 1 0 0 1 0 - 1 -1 0
12.    Fjölnir 1 0 0 1 1 - 3 -2 0
Athugasemdir
banner