Spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi mun ganga í raðir Arsenal frá Real Sociedad í sumar. Fabrizio Romano fullyrðir þetta með frasanum fræga „Here we go!.
Zubimendi er 26 ára gamall og talinn með bestu varnarsinnuðu miðjumönnum heims.
Hann hefur verið orðaður við Arsenal síðustu mánuði og er nú orðið ljóst að hann verður með fyrstu kaupum enska félagsins í sumar.
Arsenal mun virkja 50 milljóna punda riftunarákvæði í samningi leikmannsins og hefur hann sjálfur samþykkt langtímasamning við félagið.
Á síðasta ári var Zubimendi nálægt því að ganga í raðir Liverpool, en hann hætti við á síðustu stundu og ákvað að sýna Sociedad tryggð sína.
Zubimendi var hluti af spænska landsliðinu sem vann Evrópumótið síðasta sumar. Hann á alls 15 A-landsleiki og eitt mark fyrir Spán.
???? Arsenal agree deal to sign Martin Zubimendi from Real Sociedad, here we go! ??????
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2025
Zubimendi has now verbally agreed to sign a long term deal… so formal steps must follow soon with Arsenal to trigger €60m clause.
Zubi, ready to become the first signing of the new season. pic.twitter.com/yzYJOydstE
Athugasemdir