„Ég er bara mjög svekktur. Þetta var jafn leikur og það er í stöðunni 2-1 sem við fáum mikið af dauða færum til þess að jafna leikinn eða komast yfir,'' sagði Þorlákur Már Árnason, þjálfari ÍBV, eftir 4-1 tap gegn KR í 6. umferð Bestu deild karla.
Lestu um leikinn: KR 4 - 1 ÍBV
Þetta var ágætlega jafn leikur þanga til KR kláraði leikinn með tveimur mörkum í lok leiksins.
„Mér fannst þriðja mark KR reiðarslag fyrir okkur. Við vorum búnir að vera sækja og pressa þá stíft. Kannski eðlilegt að leikmönnum sé brugðið og við misstum svolítið hausinn fannst mér eftir það. Ef við hefðum nýtt færin vel í þessum góða kafla hjá okkur að þá hefði niðurstaðan verið önnur.''
ÍBV var að tapa öðrum leiknum í röð eftir tap gegn Vestra í seinustu umferð.
„Alltaf vont að tapa og þá sérstaklega þar sem við hefðum í báðum leikjunum getað tekið eitthvað úr þeim. Það eru vonbrigði,''
ÍBV mætir KR aftur á miðviukudaginn í bikarslag. Hvað þarf að breyta fyrir þann leik?
„Það er allt öðruvísi að fara í bikarleik og kannski verða einhverjar breytingar á hópnum, þannig það er svolítið erfitt að taka beint þennan leik í næsta. En kláralega nýta færin og fá á okkur færri mörk„
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.