Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   lau 10. maí 2025 22:34
Brynjar Óli Ágústsson
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Þorlákur Már Árnason, þjálfari ÍBV
Þorlákur Már Árnason, þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara mjög svekktur. Þetta var jafn leikur og það er í stöðunni 2-1 sem við fáum mikið af dauða færum til þess að jafna leikinn eða komast yfir,'' sagði Þorlákur Már Árnason, þjálfari ÍBV, eftir 4-1 tap gegn KR í 6. umferð Bestu deild karla.


Lestu um leikinn: KR 4 -  1 ÍBV

Þetta var ágætlega jafn leikur þanga til KR kláraði leikinn með tveimur mörkum í lok leiksins.

„Mér fannst þriðja mark KR reiðarslag fyrir okkur. Við vorum búnir að vera sækja og pressa þá stíft. Kannski eðlilegt að leikmönnum sé brugðið og við misstum svolítið hausinn fannst mér eftir það. Ef við hefðum nýtt færin vel í þessum góða kafla hjá okkur að þá hefði niðurstaðan verið önnur.''

ÍBV var að tapa öðrum leiknum í röð eftir tap gegn Vestra í seinustu umferð.

„Alltaf vont að tapa og þá sérstaklega þar sem við hefðum í báðum leikjunum getað tekið eitthvað úr þeim. Það eru vonbrigði,''

ÍBV mætir KR aftur á miðviukudaginn í bikarslag. Hvað þarf að breyta fyrir þann leik?

„Það er allt öðruvísi að fara í bikarleik og kannski verða einhverjar breytingar á hópnum, þannig það er svolítið erfitt að taka beint þennan leik í næsta. En kláralega nýta færin og fá á okkur færri mörk„

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner