
Þór vann 4-1 útisigur gegn Leikni í 2. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. Leikurinn litaðist af veðrinu sem var margbreytilegt en á stórum köflum var éljagangur og rok.
Þórsarar voru komnir tveimur mörkum yfir eftir níu mínútur og skoruðu þriðja markið á 20. mínútu.
Þórsarar voru komnir tveimur mörkum yfir eftir níu mínútur og skoruðu þriðja markið á 20. mínútu.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 4 Þór
„Við töpuðum þessu á byrjuninni, þrjú mörk á einu bretti og þá var erfitt að snúa þessu við. Við spiluðum með rok og él í andlitið en það er engin afsökun, við þurfum að bregðast við aðstæðum og gerðum það ekki nægilega vel," segir Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis.
„Þetta var íslenskt veður. Auðvitað var þetta bara veðurleikur en við náðum ekki að bregðast nægilega vel við þeim aðstæðum sem boðið var upp á. Við þurfum að fara að læra að það þýðir ekki að spila bara hálfleik og hálfleik, við þurfum að fara að eiga 90 mínútur."
Athugasemdir