Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 09. maí 2025 22:03
Baldvin Már Borgarsson
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þór vann 4-1 útisigur gegn Leikni í 2. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. Leikurinn litaðist af veðrinu sem var margbreytilegt en á stórum köflum var éljagangur og rok.

Þórsarar voru komnir tveimur mörkum yfir eftir níu mínútur og skoruðu þriðja markið á 20. mínútu.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  4 Þór

„Við töpuðum þessu á byrjuninni, þrjú mörk á einu bretti og þá var erfitt að snúa þessu við. Við spiluðum með rok og él í andlitið en það er engin afsökun, við þurfum að bregðast við aðstæðum og gerðum það ekki nægilega vel," segir Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis.

„Þetta var íslenskt veður. Auðvitað var þetta bara veðurleikur en við náðum ekki að bregðast nægilega vel við þeim aðstæðum sem boðið var upp á. Við þurfum að fara að læra að það þýðir ekki að spila bara hálfleik og hálfleik, við þurfum að fara að eiga 90 mínútur."


Athugasemdir