„Virkilega vel unninn leikur. Sýndum að við löggðum okkur fram, unnum varnarvinnuna og vorum bara verðlaunaðir með mörkum fyrir það." sagði Lúkas Logi Heimisson eftir 6-1 sigurinn á Val á Hlíðarenda í Bestu deild karla.
Lestu um leikinn: Valur 6 - 1 ÍA
„Við bara ræddum hlutina og skerpum aðeins á hlutunum, vildum gera þetta betur og við sýndum það bara strax í byrjun síðari hálfleiks með mörkum og kláruðum leikinn bara strax"
Valur tapaði 3-0 gegn FH í Hlíðarenda og fékk liðið gagnrýni eftir þann leik en Valur náði að svarar þeirri gagnrýni með góðum sigri í kvöld.
„Ég hef voða lítið að segja með það. Við vorum bara svekktir þarna, mikill pirringur, ósætti með sjálfa okkur og við skiluðum bara vinnunni okkar í dag og sýndum að við getum þetta, þetta er ekkert flókið, við skilum bara vinnunni og fáum mörk fyrir það og unnum leikinn, þjú stig."