De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 09. maí 2025 23:15
Sverrir Örn Einarsson
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Lengjudeildin
Bjarni Jóhannsson
Bjarni Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum á brattann að sækja allan leikinn. Þeir voru með yfirhöndina sem var það sem við reiknuðum með. Settum skemmtilega pressu á þá á fyrstu mínútunum og áttum dauðafæri eftir tvær mínútur og það hefði verið ljúft að sjá þann bolta inni.“
Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari liðs Selfoss eftir 2-0 tap þeirra gegn Fylki á tekk vellinum í Árbæ fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  0 Selfoss

Fyrstu mínútur leiksins voru fjörugar líkt og Bjarni segir og fengu bæði lið hörkufæri í blábyrjun leiks. Fylkismenn tóku leikinn þó yfir fljótlega og stýrðu leiknum að lang mestu leyti. Bjarni er þó ósáttur við fyrsta mark þeirra í leiknum.

„Maður er hrikalega ósáttur við markið sem þeir skora í fyrri hálfleik. Það var klárlega leikbrot áður sem við erum búnir að skoða fram og til baka. Hann bara lemur hann í andlitið og hvort sem það er óvart eða ekki er það klárt leikbrot. Sigur Fylkismanna var auðvitað sanngjarn en það var margt allt í lagi í okkar leik.“

Fylkismenn höfðu tögl og haldir eftir upphafsmínútur leiksins og hleyptu liði gestanna því sem næst ekkert upp völlinn á löngum köflum.

„Mér fannst við hleypa þeim of mikið í gegnum okkur í fyrri hálfleik. Svo vantaði kannski örlítin kjark að stíga aðeins á boltann og það er bara hlutur sem við erum að vinna í. Þetta fer bara í reynslubankann og það var klárlega munur á getu þessara liða en við vitum það að fótbolti er allavega.“

Bjarni er reyndari en flestir þegar kemur að þjálfun á Íslandi og á að baki langan og farsælan feril. Hann var því ekkert að kippa sér upp við veðuraðstæður í kvöld en öll flóran var til sýnis í Árbænum í kvöld allt frá sólskini yfir í dimm él.

„Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár. Maður er öllu vanur og þetta er nú ekki það versta sem maður hefur lent í. “
Athugasemdir
banner
banner