
„Hörku góðu leikur í á heimvelli á velli sem við viljum vera eins sterkir og við getum. Við spiluðum vel og fengum mörk í þetta, alvöru hraða og ég er bara mjög ánægður." sagði Aron Snær Friðriksson markmaður Njarðvíkur en Njarðvík vann Völsung 5-1 á heimavelli í dag í Lengjudeild karla.
Lestu um leikinn: Njarðvík 5 - 1 Völsungur
Njarðvík byrjaði leikinn að gríðarlegum krafti og var liðið komið í 2-0 mjög snemma leiks.
„Mér fannst það bara þegar ég mætti hérna., Við vorum vel gíraðir og við áttum færi áður en við skoruðum 1-0 og 2-0 sem komu þarna mjög snemma í leiknum og strákarnir frammi voru drullu ferskir."
Aron Snær Friðriksson var drullu ósáttur með að fá á sig mark í leiknum í dag.
„Markmiðið var að halda hreinu. Við erum góðir varnarlega og það er pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk hérna í byrjun tímabilsins og það er eitthvað sem við þurfum að laga,sem er gott. Það er gott að hafa eitthvað til að laga."
Nánar var rætt við Aron í viðtalinu hér að ofan.