De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Vlahovic með Juve í leiknum mikilvæga gegn Lazio
Dusan Vlahovic.
Dusan Vlahovic.
Mynd: EPA
Tveir lykilmenn Juventus snúa aftur í leikmannahóp liðsins fyrir komandi leik gegn Lazio í ítölsku A-deildinni sem fram fer á morgun. Um er er að ræða gríðarlega mikilvægan leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Liðin eru jöfn að stigum en sitja í fjórða og sjötta sæti deildarinnar. Roma er í sætinu á milli þeirra, öll með 63 stig. Bologna er stigi á eftir en þrjár umferðir eru eftir.

Dusan Vlahovic og Federico Gatti snúa aftur í leikmannahóp Juventus eftir meiðsli. Serbneski sóknarmaðurinn Vlahovic er tilbúinn að byrja leikinn en líklegt er að miðvörðurinn Gatti, sem hefur verið lengi frá, byrji meðal varamanna.

„Dusan er góður og hefur æft með okkur alla vikuna. Gatti hefur tekið þátt að einhverju leyti og verður á bekknum," segir Igor Tudor, þjálfari Juventus.

Vlahovic befur misst af síðustu lekjum, eftir að hann fór meiddur af velli í hálfleik í 1-0 tapleik gegn Parma. Gatti hefur verið fjarri góðu gamni síðan í lok mars. Andrea Cambiaso, Teun Koopmeiners, Lloyd Kelly, Bremer, Juan Cabal og Arkadiusz Milik eru áfram á meiðslalistanum.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner
banner