
Njarðvík tók á móti Völsung í dag þegar önnur umferð Lengjudeildarinar lauk með tveim leikjum.
Njarðvíkingar sýndu hvers megnugir þeir eru og höfðu sannfærandi sigur gegn nýliðunum.
Lestu um leikinn: Njarðvík 5 - 1 Völsungur
„Mér fannst við gera virkilega vel" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson eftir sigurirnn í dag.
„Við vorum pirraðir eftir síðasta leik á móti Fylki hérna heima. Mér fannst við setja í næsta gír sem við þurftum kannski til að klára þann leik. Ennþá meira klínískari í slúttunum okkar og ákvörðunartökum með boltan á síðasta þriðjungi og það skilaði okkur hérna fimm mörkum í dag"
Njarðvíkingar voru virkielga öflugir í dag og hefði hæglega geta bætt við fleirri mörkum í dag.
„Mér fannst mörg af þessum mörkum sem við gerðum hérna svolítið af teikniborðinu hjá okkur sem við erum búnir að vera fara yfir núna í 7-8 mánuði sem við erum með á þessu pre-season og það gladdi mig mjög mikið, þjálfarahjartað að sjá það"
„Við erum á góðri leið með þetta lið og þeir eru ótrúlega flottir þessir strákar og þeir eiga ótrúlega mikið hrós skilið að halda fókus og halda áfram að banka á dyrnar hjá þeim og að ná fimm mörkum á móti flottu Völsungum hérna og við getum verið mjög sáttir með það"
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 2 | 1 | 1 | 0 | 6 - 2 | +4 | 4 |
2. Þór | 2 | 1 | 1 | 0 | 5 - 2 | +3 | 4 |
3. Fylkir | 2 | 1 | 1 | 0 | 3 - 1 | +2 | 4 |
4. ÍR | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
5. Þróttur R. | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
6. Keflavík | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 - 2 | +1 | 3 |
7. Selfoss | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 3 | -1 | 3 |
8. HK | 2 | 0 | 2 | 0 | 2 - 2 | 0 | 2 |
9. Grindavík | 2 | 0 | 1 | 1 | 4 - 5 | -1 | 1 |
10. Fjölnir | 2 | 0 | 1 | 1 | 4 - 6 | -2 | 1 |
11. Leiknir R. | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 - 5 | -3 | 1 |
12. Völsungur | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 6 | -5 | 0 |