
„Þetta var þokkalega jafn leikur heilt yfir, við virðum punkt hérna. Þetta er ekki auðveldur völlur að koma að spila á.'' sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, eftir 1-1 jafntefli gegn HK í annarri umferð Lengudeildarinnar.
Lestu um leikinn: HK 1 - 1 ÍR
„Okkar leikplan er að vera þéttir, reyna að sækja hratt og nýta föstu leikatriðin, fáum einmitt mark úr föstu leikatriði. Erum svo yfir þegar ekki sérlega er mikið eftir, en svona er boltinn.''
Skrýtið atvik kom upp þegar Haukur Leifur leikmaður HK sparkaði í bringuna á Guðjóna Mána í baráttu um boltann, en Sverrir dómari dæmdi ekkert á brotið.
„Mér fannst það vera rautt spjald en ég ætla ekki að fara tala um dómarann. Þetta var ekki auðveldur leikur að dæma held ég,''
„Stuðningsmennirnir okkar eru mjög flottir en þeir eiga það til að fara stundum fram úr sér.'' sagði Jóhann Birnir
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.