Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 18:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Tíu leikmenn Aston Villa héldu út
Ollie Watkins
Ollie Watkins
Mynd: EPA
Bournemouth 0 - 1 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins ('45 )

Aston Villa lagði Bournemouth á útivelli í kvöld. Gríðarlega sterkur sigur fyrir liðið í Meistaradeildarbaráttunni.

Aston Villa fékk fyrsta færi leiksins þegar Jacob Ramsey átti skot framhjá eftir stundafjórðung. Undir lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik átti Marco Asensio skot fyrir utan teiginn en boltinn fór í stöngina.

Sex mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn og á lokamínútunni stýrði Ollie Watkins boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Morgan Rogers og kom Villa yfir.

Ramsey fékk gult spjald undir lok fyrri hálfleiks og hann nældi sér í annað gult og þar með rautt undir lok leiksins og Villa var manni færri síðustu tíu míinúturnar eða svo.

Bournemouth hafði ógnað lítið sem ekkert fram að því en voru með öll völd á vellinum eftir rauða spjaldið. Daniel Jebbison fékk dauðafæri undir lokin en skallaði boltann yfir.

Þetta var gríðarlega stór sigur fyrir Villa sem er í 6. sæti með 63 stig, jafn mörg stig og Chelsea og Newcastle sem eru í sætunum fyrir ofan og mætast á morgun. Bournemouth er í 11. sæti með 53 stig og er enn í séns á að ná Evrópusæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner