De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 19:54
Ívan Guðjón Baldursson
Gummi Tóta innsiglaði titilinn - Daníel Freyr upp í efstu deild
Preussen Munster getur forðast fall
Mynd: FC Noah
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins víðsvegar um Evrópu, þar sem Guðmundur Þórarinsson lagði bæði mörkin upp er FC Noah tryggði sér armenska deildartitilinn.

Það liðu fimm mínútur á milli stoðsendinganna hjá Gumma og er Noah búið að tryggja sér deildartitilinn í Armeníu með þessum 2-1 sigri. Sigurinn kom gegn Pyunik Yerevan sem er þar með svo gott sem búið að missa af sæti í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð.

Þá fóru tveir leikir fram í næstefstu deild í Danmörku, þar sem Galdur Guðmundsson kom inn af bekknum í 2-2 jafntefli hjá Horsens gegn toppliði OB. Horsens siglir lygnan sjó í þriðja sæti deildarinnar og á ekki lengur möguleika á toppsætunum tveimur.

Fredericia er í öðru sæti eftir stórsigur gegn Hvidovre í dag, þar sem gestirnir í liði Hvidovre leiddu 0-1 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Daníel Frey Kristjánssyni var skipt inn á völlinn í hálfleik í liði Fredericia og rúlluðu heimamenn seinni hálfleiknum upp. Þeir skoruðu fimm mörk og sigruðu viðureignina því 5-1 til að tryggja sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð.

Að lokum komu Hólmbert Aron Friðjónsson og Jón Dagur Þorsteinsson inn af sitthvorum bekknum í Íslendingaslag í næstefstu deild í Þýskalandi.

Hólmbert og félagar í liði Preussen Munster höfðu betur á heimavelli gegn Hertha Berlin og náðu sér í gífurlega dýrmæt stig í fallbaráttunni.

Þetta er annar sigur liðsins í röð og nú er aðeins ein umferð eftir. Preussen Munster getur líklega bjargað sér frá falli með sigri í lokaumferðinni, sem yrði þá þriðji sigurleikur liðsins í röð. Sigur í lokaumferðinni gæti reynst nauðsynlegur til að forðast fall.

Hertha siglir lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar - átta stigum frá fallbaráttunni.

FC Noah 2 - 1 Pyunik Yerevan

Horsens 2 - 2 Odense

Fredericia 5 - 1 Hvidovre

Preussen Munster 2 - 0 Hertha Berlin

Athugasemdir
banner
banner
banner