Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   fös 09. maí 2025 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Lengjudeildin
Liam Daði Jeffs var hetja Þróttara í kvöld
Liam Daði Jeffs var hetja Þróttara í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur heimsótti Keflavík á HS Orku völlinn í kvöld þegar önnur umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Aðstæður buðu ekki upp á frábæran fótbolta en það voru Þróttarar sem náðu að stela sigrinum seint í leiknum með marki frá Liam Daða Jeffs.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þróttur R.

„Ógeðslega sætt, það er það eina sem ég get sagt" sagði Liam Daði Jeffs hetja Þróttara í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins.

Keflavík er álitið meðal sigurstranglegri liðum deildarinnar svo það var virkilega sterkt að koma á erfiðan útivöll og sækja öll þrjú stigin.

„Mjög sterkt. Við vitum alveg að við getum unnið þetta lið. Við tókum þá á Þróttaravellinum í fyrra 3-2 og gerðum jafntefli líka við þá í fyrra þannig við höfum alla burði og getu til þess að vinna þetta lið og þessi stærri lið"

Aðstæðurnar í Keflavík í dag voru erfiðar en hvernig var tilfiningin inni á vellinum?

„Mjög góð. Við settum leikinn upp bara þannig að 'match-a' baráttuna þeirra og við gerðum það klárlega fannst mér"

Þróttarar fengu nokkur færi í leiknum áður en Liam Daði Jeffs kom inná en hver voru skilaboðin frá Venna áður en hann kom inn?

„Settu boltann í netið. Það var ekkert flóknara en það" 

Nánar er rætt við Liam Daða Jeffs í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner
banner