De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 09. maí 2025 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Lengjudeildin
Liam Daði Jeffs var hetja Þróttara í kvöld
Liam Daði Jeffs var hetja Þróttara í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur heimsótti Keflavík á HS Orku völlinn í kvöld þegar önnur umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Aðstæður buðu ekki upp á frábæran fótbolta en það voru Þróttarar sem náðu að stela sigrinum seint í leiknum með marki frá Liam Daða Jeffs.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þróttur R.

„Ógeðslega sætt, það er það eina sem ég get sagt" sagði Liam Daði Jeffs hetja Þróttara í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins.

Keflavík er álitið meðal sigurstranglegri liðum deildarinnar svo það var virkilega sterkt að koma á erfiðan útivöll og sækja öll þrjú stigin.

„Mjög sterkt. Við vitum alveg að við getum unnið þetta lið. Við tókum þá á Þróttaravellinum í fyrra 3-2 og gerðum jafntefli líka við þá í fyrra þannig við höfum alla burði og getu til þess að vinna þetta lið og þessi stærri lið"

Aðstæðurnar í Keflavík í dag voru erfiðar en hvernig var tilfiningin inni á vellinum?

„Mjög góð. Við settum leikinn upp bara þannig að 'match-a' baráttuna þeirra og við gerðum það klárlega fannst mér"

Þróttarar fengu nokkur færi í leiknum áður en Liam Daði Jeffs kom inná en hver voru skilaboðin frá Venna áður en hann kom inn?

„Settu boltann í netið. Það var ekkert flóknara en það" 

Nánar er rætt við Liam Daða Jeffs í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 2 1 1 0 5 - 2 +3 4
2.    Fylkir 2 1 1 0 3 - 1 +2 4
3.    ÍR 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
4.    Þróttur R. 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
5.    Keflavík 2 1 0 1 3 - 2 +1 3
6.    Selfoss 2 1 0 1 2 - 3 -1 3
7.    HK 2 0 2 0 2 - 2 0 2
8.    Njarðvík 1 0 1 0 1 - 1 0 1
9.    Leiknir R. 2 0 1 1 2 - 5 -3 1
10.    Grindavík 1 0 0 1 1 - 2 -1 0
11.    Völsungur 1 0 0 1 0 - 1 -1 0
12.    Fjölnir 1 0 0 1 1 - 3 -2 0
Athugasemdir
banner