Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 09. maí 2025 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Lengjudeildin
Liam Daði Jeffs var hetja Þróttara í kvöld
Liam Daði Jeffs var hetja Þróttara í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur heimsótti Keflavík á HS Orku völlinn í kvöld þegar önnur umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Aðstæður buðu ekki upp á frábæran fótbolta en það voru Þróttarar sem náðu að stela sigrinum seint í leiknum með marki frá Liam Daða Jeffs.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þróttur R.

„Ógeðslega sætt, það er það eina sem ég get sagt" sagði Liam Daði Jeffs hetja Þróttara í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins.

Keflavík er álitið meðal sigurstranglegri liðum deildarinnar svo það var virkilega sterkt að koma á erfiðan útivöll og sækja öll þrjú stigin.

„Mjög sterkt. Við vitum alveg að við getum unnið þetta lið. Við tókum þá á Þróttaravellinum í fyrra 3-2 og gerðum jafntefli líka við þá í fyrra þannig við höfum alla burði og getu til þess að vinna þetta lið og þessi stærri lið"

Aðstæðurnar í Keflavík í dag voru erfiðar en hvernig var tilfiningin inni á vellinum?

„Mjög góð. Við settum leikinn upp bara þannig að 'match-a' baráttuna þeirra og við gerðum það klárlega fannst mér"

Þróttarar fengu nokkur færi í leiknum áður en Liam Daði Jeffs kom inná en hver voru skilaboðin frá Venna áður en hann kom inn?

„Settu boltann í netið. Það var ekkert flóknara en það" 

Nánar er rætt við Liam Daða Jeffs í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 11 7 4 0 20 - 6 +14 25
2.    Njarðvík 11 6 5 0 29 - 11 +18 23
3.    HK 11 6 3 2 22 - 12 +10 21
4.    Keflavík 11 5 3 3 23 - 15 +8 18
5.    Þróttur R. 11 5 3 3 20 - 18 +2 18
6.    Þór 11 5 2 4 26 - 19 +7 17
7.    Völsungur 11 4 1 6 17 - 26 -9 13
8.    Grindavík 11 3 2 6 25 - 34 -9 11
9.    Fylkir 11 2 4 5 15 - 17 -2 10
10.    Fjölnir 11 2 3 6 12 - 24 -12 9
11.    Leiknir R. 11 2 3 6 12 - 25 -13 9
12.    Selfoss 11 2 1 8 10 - 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner
banner