Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 09. maí 2025 21:52
Baldvin Már Borgarsson
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þór vann 4-1 útisigur gegn Leikni í 2. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. Leikurinn litaðist af veðrinu sem var margbreytilegt en á stórum köflum var éljagangur og rok.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, fyrrum þjálfari Leiknis, mætti með sína menn í Þór og sótti þrjú stig. Hann segir að tilfinningin sé frábær.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  4 Þór

„Okkur var slátrað hérna í fyrra og það er góð tilfinning að fara héðan með þrjú stig og hitta allt það góða fólk sem er hérna," sagði Siggi eftir leikinn.

Þórsarar voru komnir tveimur mörkum yfir eftir níu mínútur og skoruðu þriðja markið á 20. mínútu. Öflug byrjun liðsins við erfiðar aðstæður skóp þennan sigur.

„Við mættum með rosa kraft og náðum að klekkja á þeim til að byrja með og gerðum það vel. Leikurinn litast af glötuðum aðstæðum, veðrið er ekki gott. Vindurinn kom og fór og þetta var mjög skrítinn fótboltaleikur. Þetta var 'grind' eins og sagt er á góðri íslensku, þetta var 'grind' sem við hefðum ekki gert í fyrra."

„Mögulega hentaði þetta okkur og leikplaninu okkar betur en þeim. Við tókum þetta á hörku, baráttu og hlaupum og gerðum það mjög vel."

Í viðtalinu sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan ræðir Siggi meðal annars um dómgæsluna, stöðuna á liðinu sínu og byrjunina á deildinni en Þór er með fjögur stig eftir tvær umferðir.

Athugasemdir
banner