
Þór vann 4-1 útisigur gegn Leikni í 2. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. Leikurinn litaðist af veðrinu sem var margbreytilegt en á stórum köflum var éljagangur og rok.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, fyrrum þjálfari Leiknis, mætti með sína menn í Þór og sótti þrjú stig. Hann segir að tilfinningin sé frábær.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, fyrrum þjálfari Leiknis, mætti með sína menn í Þór og sótti þrjú stig. Hann segir að tilfinningin sé frábær.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 4 Þór
„Okkur var slátrað hérna í fyrra og það er góð tilfinning að fara héðan með þrjú stig og hitta allt það góða fólk sem er hérna," sagði Siggi eftir leikinn.
Þórsarar voru komnir tveimur mörkum yfir eftir níu mínútur og skoruðu þriðja markið á 20. mínútu. Öflug byrjun liðsins við erfiðar aðstæður skóp þennan sigur.
„Við mættum með rosa kraft og náðum að klekkja á þeim til að byrja með og gerðum það vel. Leikurinn litast af glötuðum aðstæðum, veðrið er ekki gott. Vindurinn kom og fór og þetta var mjög skrítinn fótboltaleikur. Þetta var 'grind' eins og sagt er á góðri íslensku, þetta var 'grind' sem við hefðum ekki gert í fyrra."
„Mögulega hentaði þetta okkur og leikplaninu okkar betur en þeim. Við tókum þetta á hörku, baráttu og hlaupum og gerðum það mjög vel."
Í viðtalinu sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan ræðir Siggi meðal annars um dómgæsluna, stöðuna á liðinu sínu og byrjunina á deildinni en Þór er með fjögur stig eftir tvær umferðir.
Athugasemdir