Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   fös 09. maí 2025 21:52
Baldvin Már Borgarsson
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þór vann 4-1 útisigur gegn Leikni í 2. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. Leikurinn litaðist af veðrinu sem var margbreytilegt en á stórum köflum var éljagangur og rok.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, fyrrum þjálfari Leiknis, mætti með sína menn í Þór og sótti þrjú stig. Hann segir að tilfinningin sé frábær.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  4 Þór

„Okkur var slátrað hérna í fyrra og það er góð tilfinning að fara héðan með þrjú stig og hitta allt það góða fólk sem er hérna," sagði Siggi eftir leikinn.

Þórsarar voru komnir tveimur mörkum yfir eftir níu mínútur og skoruðu þriðja markið á 20. mínútu. Öflug byrjun liðsins við erfiðar aðstæður skóp þennan sigur.

„Við mættum með rosa kraft og náðum að klekkja á þeim til að byrja með og gerðum það vel. Leikurinn litast af glötuðum aðstæðum, veðrið er ekki gott. Vindurinn kom og fór og þetta var mjög skrítinn fótboltaleikur. Þetta var 'grind' eins og sagt er á góðri íslensku, þetta var 'grind' sem við hefðum ekki gert í fyrra."

„Mögulega hentaði þetta okkur og leikplaninu okkar betur en þeim. Við tókum þetta á hörku, baráttu og hlaupum og gerðum það mjög vel."

Í viðtalinu sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan ræðir Siggi meðal annars um dómgæsluna, stöðuna á liðinu sínu og byrjunina á deildinni en Þór er með fjögur stig eftir tvær umferðir.

Athugasemdir
banner
banner