Það er komið að þessu. Á morgun fer fram opnunarleikurinn í Bestu deildinni þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Aftureldingu. Svo eru þrír leikir á sunnudaginn og tveir leikir á mánudaginn.
Halldór Smári Sigurðsson, sem lagði skóna nýverið á hilluna, tók að sér það verkefni að spá í fyrstu umferð deildarinnar.
Halldór Smári Sigurðsson, sem lagði skóna nýverið á hilluna, tók að sér það verkefni að spá í fyrstu umferð deildarinnar.
Breiðablik 2 - 2 Afturelding (19:15 á morgun)
Afturelding mæta klárir til leiks og gefa Blikum a run for their money. Bjarni Páll með eitt mark fyrir Aftureldingu, jafnvel tvö. Höggi jafnar tvisvar fyrir Blika, seinna markið í uppbótartíma.
Valur 2 - 1 Vestri (14:00 á sunnudag)
Valur kemst í 2-0 og Vestri minnkar muninn seint í seinni hálfleik. Sigurður Egill með tvö fyrir Val, bæði með skalla fyrir utan teig.
KA 0 - 2 KR (16:15 á sunnudag)
KR fer norður en ekki niður og vinnur nokkuð sannfærandi. Atli Sigurjóns skorar bæði og klúðrar víti.
Fram 1 - 2 ÍA (19:15 á sunnudag)
Þorvaldur Sveinn minn allra besti maður og Víkingur er í þeirri hrottalegu aðstöðu að vera með yngra barnið í leikskóla á Kjalarnesi þrátt fyrir að búa í Laugardalnum og er það í boði leikskólasviðs Reykjavíkurborgar. En það sem bætir aksturinn upp er að hitta reglulega á Viktor Jóns sem er með gríslinginn sinn á sama leikskóla. Það kemur þó úrslitum leiksins ekkert við og Viktor mun ekki einu sinni skora. Þurfti bara að koma þessu á framfæri og vill biðja dómara leiksins um að stöðva leik á 50. mínútu og leyfa áhorfendum að klappa en það er ca. tíminn sem tekur Þorvald að keyra upp á Kjalarnes og til baka.
Víkingur R. 3 - 0 ÍBV (18:00 á mánudag)
Sannfærandi sigur til að kickstarta mótinu. Besta kant-bakvarða duo landsins, Davíð og Erlingur, verða atkvæðamiklir í leiknum. Skora sennilega báðir og eiga sitthvora stoðsendinguna. ÍBV kemst nálægt því að skora þegar Bjarki Björn lúðrar boltanum í slánna.
Stjarnan 1 - 2 FH (19:15 á mánudag)
Ég byggi spá mína eingöngu á því að ég sá að Stjarnan hefur ekki unnið leik í tvo mánuði og sá líka um daginn að FH vann Breiðablik í æfingaleik. Ómögulegt að segja til um hver skorar fyrir FH en Örbylgjuofninn setur hann fyrir Stjörnuna.
Athugasemdir